Hreyfivika UMFÍ 2014
Mosfellsbær tekur þátt í Hreyfivikunni sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir á Íslandi dagana 29. september til 5. október.
Tillaga að endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu
Tillaga að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar liggur nú fyrir. Sveitarfélögin ásamt heilbrigðisnefndum Kjósarsvæðis, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsa hana til kynningar og athugasemda.
Störf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi.
Íbúar í Arnartanga athugið
Heitavatnslaust verður í Arnartanga í dag, 24.september, frá kl. 10.00 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar
Bíllausi dagurinn 22. september 2014
Mánudagurinn 22. september er Bíllausi dagurinn í Mosfellsbæ.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2014
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er í dag 18. september.
Íbúar í Teigum athugið
Vegna viðgerðar á hitaveitu í Teigahverfi verður heitavatnslaust í Merkjateig, Hamarsteig, Einiteig og Jónsteig frá klukkan 10.00 og frameftir degi, fimmtudaginn 18.september. Hitaveita Mosfellsbæjar.
Ný reiðhjólastæði við Krónuna
Sett hafa verið upp ný reiðhjólastæði við verslunarkjarnann Háholti 13-15, þar sem m.a. eru til húsa Krónan, Hárstofan Sprey, Hvíti Riddarinn, Basic Plus, Fiskbúð Mosfellsbæjar og Mosfellsbakarí. Með þessu er komið til móts við óskir viðskiptavina verslana á svæðinu um betra aðgengi fyrir hjólreiðafólk. Reiðhjólastæðin eru staðsett á skjólgóðum stað og frágangur til fyrirmyndar, en eigandi húsnæðisins er Festi fasteignir.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Hjólreiðar innanbæjar
Fjarlægðir innan þéttbýlis Mosfellsbæjar eru að jafnaði ekki langar. Því ættu hjólreiðar og ganga að vera ákjósanlegur ferðamáti innanbæjar.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Hjólastígar vítt og breitt
Hjólareiðastígar liggja víðs vegar um Mosfellsbæ, meðfram strandlengjunni, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum og upp í Mosfellsdal og allt þar á milli.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Málþing um hjólreiðar
Föstudaginn 19. september verður haldið málþing um vistvænar samgöngur undir yfirskriftinni Hjólum til framtíðar.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Hjólaþrautir og BMX listir á Miðbæjartorginu
Efnt verður til hjólabretta- og BMX hátíðar á Miðbæjartorgi Mosfellsbæjar í dag, 18. september kl. 15:00 – 18:00.
Samgönguvika í Mosfellsbæ – Bæjarskrifstofan tekur í notkun reiðhjól fyrir starfsfólk
Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar hefur tekið í notkun ný reiðhjól til nota fyrir starfsfólk bæjarskrifstofunnar til styttri ferða innanbæjar.
Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2014
Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Dagur íslenskrar náttúru – hjólaferð og skógarganga við Hafravatn
Mosfellsbær, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og skátafélagið Mosverjar bjóða til hjólareiðaferðar og skógargöngu þriðjudaginn 16. september, í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Lagt verður af stað á reiðhjólum frá miðbæjartorgi Mosfellsbæjar kl. 17:00,
Íbúagáttin tekur upp Íslykil
Mosfellsbær leitar stöðugt leiða til að styrkja og þróa rafræna þjónustu sveitarfélagsins. Nýjasta viðbót gáttarinnar er að taka upp Íslykilinn við innskráningu. Íslykill er lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila og er gefin út af Þjóðskrá Íslands. Íslykill er hannaður fyrir notendur sem einn lykill inn á ýmsa þjónustuvefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.
Frístundaávísun fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ
Af gefnu tilefni er ítrekað að Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára (börn fædd 1997-2008) sem eru með lögheimili í Mosfellsbæ.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2014
Hljómsveitin Kaleo er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2014.
Ferðafélag barnanna í Mosfellsdalnum
Ferðafélag barnanna í samstarfi við Vinafélag Gljúfrasteins býður upp á skemmtilega gönguferð næsta sunnudag, 7. september. Gangan hentar jafnt ungum sem öldnum.Gengið verður meðfram Köldukvísl að Helgufossi og til baka. Á leiðinni verður gengið í gegnum rómað berjaland þar sem ekki er ólíklegt að berin bíði bústin á lyngi.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2014
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima nú um helgina.