Tillaga að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar liggur nú fyrir. Sveitarfélögin ásamt heilbrigðisnefndum Kjósarsvæðis, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsa hana til kynningar og athugasemda.
Tillaga að endurskoðun vatnsverndar innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar liggur nú fyrir. Sveitarfélögin ásamt heilbrigðisnefndum Kjósarsvæðis, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsa hana til kynningar og athugasemda.
Eftirfarandi málsgögn eru aðgengileg hér á vef SSH
- Tillaga að afmörkun verndarsvæða vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
- Tillaga að samþykkt um verndarsvæða vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar.
- Greinargerð um heildarendurskoðun.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir er til og með 10. nóvember 2014. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, til skrifstofu SSH. Skila skal skriflegum athugasemdum á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið ssh[hjá]ssh.is
Samtök Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Hamraborg 9
200 Kópavogi