Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar er í dag 18. september.
Þá veitir fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar sérstaka viðurkenningu þeim einstaklingi, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hefur staðið sig best í að framfylgja jafnréttislögum og/eða Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum og/eða jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar.
Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2014 hljóta Hildur Pétursdóttir og Ásdís Valsdóttir kennarar við Lágafellsskóla fyrir frumkvöðlastarf í kennslu í kynjafræði á grunnskólastigi. Þær hafa boðið upp á valáfanga í kynjafræði á unglingastigi bæði í Lágafellsskóla og Varmárskóla.
Kolbrún Þorsteinsdóttir formaður fjölskyldunefndar afhenti þeim viðurkenninguna í morgun. Með viðurkenningunni vill Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hvetja kennara hjá Mosfellsbæ áfram til góðra verka í tengslum við jafnréttisfræðslu til barna og unglinga.
Kolbrún Þorsteinsdóttir, formaður fjölskyldunefndar, Hildur Pétursdóttir, Ásdís Valsdóttir og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.