Breytt tímabil frístundaávísunar
Mosfellsbær bendir foreldrum og forráðamönum barna fæddum 1996-2007 á að í vetur var tímabili frístundaávísunar breytt.
Spennandi klúbba- og smiðjusumar fyrir 10-12 ára
Á miðvikudögum í sumar (júní og júlí) býður félagsmiðstöðin Bólið upp á klúbba/smiðjur af ýmsu tagi fyrir börn í 5.-7. bekk (10 til 12 ára).
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2014
Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.
Glæsilegt málþing um heilsu og hollustu fyrir alla
Heilsudeginum í Mosfellsbæ 7. maí 2014 lauk með málþingi í FMOS.
Sláttur er hafinn í Mosfellsbæ
Það hefur viðrað vel í Mosfellsbæ undanfarna daga og vorverkin hafin af krafti. Sláttur hófst á opnum svæðum í dag og er það viku fyrr en síðustu ár. Vorhreingerning í bænum hefur farið fram síðustu vikur og búið að sópa götur og gangstíga eftir sandaustur vetrarins. Eins hafa félagsamtök í bænum tekið að sér að tína upp rusl á opnum svæðum og í íbúðahverfum og fegra bæinn þannig enn frekar.
Tillaga að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU - kynningarfundi frestað
Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi, Reykjavík.
Upplýsingasíða um íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ
Aðgengilegar upplýsingar um framlög bæjarins til íþrótta- og tómstudafélaga.
Sveitarstjórnarkosningar - Framboðsfrestur er til 10. maí 2014
Tilkynning frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Opnun sýningar - Rjóminn
Opnun sýningarinnar Rjóminn hófst síðastliðinn miðvikudag 30. april við fjölmenni gesta í Listasal Mosfellsbæjar. Listamaður hátíðarinnar Sigrún Huld Hrafnsdóttir sýnir nýleg verk ásamt nokkurra listamanna, Listar án landamæra. Sýningin er opin til 11. maí á opnunartímum Bókasafnsins
Heilsudagur í Mosfellsbæ
Miðvikudagurinn 7.maí verður tileinkaður heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsfólki upp á holla næringu, fræðslu um hollustu og hvaðeina sem getur stuðlað að heilsueflingu.
Tillaga að friðlýsingu í Mosfellsbæ
Umhverfisstofnun og sveitarfélagið Mosfellsbær auglýsa hér með til kynningar tillögu að stofnun fólkvangs á hluta af jörðinni Bringum, efst í Mosfellsdal. Stærð svæðisins er 18,6 hektarar. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda hluta jarðarinnar Bringna til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess sérstakar náttúru- og menningarminjar.
Íslensku þýðingaverðlaunin 2014
Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu á erlendu skáldverki voru veitt á Gljúfrasteini, miðvikudaginn 23. apríl, við hátíðlega athöfn.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Frá 5.apríl hafa sýslumenn um land allt tekið á móti utankjörfundaratkvæðum vegna sveitarstjórnarkosninga 2014. Á höfuðborgarsvæðinu eru það sýslumannsembættin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði sem taka á móti atkvæðunum. Opnunartíma má nálgast á heimasíðunni www.syslumenn.is. Frá og með 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll, Engjavegi 8, og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 – 22:00.
Íþrótta- og tómstundastyrkir veittir fyrir sumarið 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar veitti í gær 10 ungmennum styrk til að stunda sína íþrótt, tómstund eða list yfir sumartímanna.
Hreinsunarátak í Mosfellsbæ 11. apríl - 2. maí 2014
Vorið er komið og dagana 11. apríl – 2. maí verður hreinsunarátak í Mosfellsbæ.
Opinn fundur um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í Listasal Mosfellsbæjar
Boðað er til kynningarfundar um drög að tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040, en nú stendur yfir forkynning á tillögunni skv. 23. gr. skipulagslaga.
Innritun nemenda í Listaskóla Mosfellsbæjar skólaárið 2014-2015 lýkur 15. apríl.
Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2014, með því að skila inn eyðublöðum, sem þeir hafa fengið afhent hjá kennurum sínum. Munið að breyta þeim upplýsingum, sem ekki eru réttar og undirrita eyðublaðið.
Baugshlíð lokuð aftan við Lágafellsskóla 8. apríl 2014
Vegna vinnu við lagningu ljósleiðara í Hlíða- og Höfðahverfi verður Baugshlíð lokuð aftan við Lágafellsskóla kl. 19 – 22 í kvöld.
Menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar 2014
Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem eru til sýnis á torginu í Kjarna þessa vikuna.
Lágafellsskóli í úrslit í Skólahreysti 2014
Það var líf og fjör þann 26. mars þegar 13 skólar úr Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og af Kjalarnesi kepptu í Skólahreysti í fimmta undanriðli keppninnar.