Mosfellsbær bendir foreldrum og forráðamönum barna fæddum 1996-2007 á að í vetur var tímabili frístundaávísunar breytt.
Í haust mun nýtt tímabil frístundaávísunar hefjast þann 1. ágúst en ekki 1. september 2014. Því þarf að nota ávísun núverandi tímabils fyrir 31. júlí 2014.
Þann 1. ágúst 2014 mun ávísunin hækka í 25.000 kr. og gilda fyrir börn fædd 1997-2008 til 31. júlí 2015.