Miðvikudagurinn 7.maí verður tileinkaður heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsfólki upp á holla næringu, fræðslu um hollustu og hvaðeina sem getur stuðlað að heilsueflingu.
Miðvikudagurinn 7.maí verður tileinkaður heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ. Fyrirtæki og stofnanir eru hvött til að bjóða starfsfólki upp á holla næringu, fræðslu um hollustu og hvaðeina sem getur stuðlað að heilsueflingu.
Mosfellsbær er í óðaönn að byggja upp heilsueflandi samfélag. Í ár er áhersla lögð á næringu. Markmiðið er að auka vatnsdrykkju, auka neyslu á grænmeti og ávöxtum, auka aðgengi og sýnileika heilsusamlegrar fæðu í sveitarfélaginu og stuðla að almennri vitundarvakningu um holla og fjölbreytta fæðu og tengsl hennar við bætta heilsu.
Málþing undir yfirskriftinni heilsa og hollusta fyrir alla verður haldið í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, FMOS, Háholti 35, kl. 19:30. Þar verða erindi um heilsueflingu á öllum skólastigum ásamt erindi frá sjónvarpskokkinum bráðsnjalla Ebbu G. Guðmundsdóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra setur þingið og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri verður fundarstjóri.