Boðað er til kynningarfundar um drög að tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040, en nú stendur yfir forkynning á tillögunni skv. 23. gr. skipulagslaga.
Fundurinn verður haldinn í Listasalnum fimmtudaginn 10. apríl kl. 17:00 og mun svæðisskipulagsstjóri Hrafnkell Proppé kynna tillöguna.
Bæjarstjórn, skipulagsnefnd og umhverfisnefnd ásamt embættismönnum er boðið sérstaklega til fundarins, en hann verður einnig opinn öllu áhugafólki um málefnið.
Tengt efni
Grenndarkynning vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Engjaveg 22
Á fundi skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 11. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu varðandi Engjaveg 22.
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum: