Heilsudeginum í Mosfellsbæ 7. maí 2014 lauk með málþingi í FMOS.
Þar fluttu heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson og Geir Gunnlaugsson landlæknir ávörp ásamt fulltrúum frá öllum skólastigum. Ebba Guðný Guðmundsdóttir matgæðingur og sjónvarpskokkur sló botninn í kvöldið og flutti stórskemmtilegan fyrirlestur um heilsu og hollustu fyrir alla. Ólöf Sívertsen lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuklasans Heilsuvin kynnti verkefnið um Heilsueflandi samfélag sem Mosfellsbær er að innleiða í samstarfi við Embætti landlæknis og Heilsuvin.
Mosfellsbær þakkar íbúum fyrir þátttöku í heilsudeginum og hvetur alla til að huga að heilsu og hollustu í víðu samhengi.