Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. apríl 2014

    Um­hverf­is­stofn­un og sveit­ar­fé­lag­ið Mos­fells­bær aug­lýsa hér með til kynn­ing­ar til­lögu að stofn­un fólkvangs á hluta af jörð­inni Bring­um, efst í Mos­fells­dal. Stærð svæð­is­ins er 18,6 hekt­ar­ar. Markmið frið­lýs­ing­ar­inn­ar er að vernda hluta jarð­ar­inn­ar Bringna til úti­vist­ar al­menn­ings, nátt­úru­skoð­un­ar og fræðslu. Frið­lýs­ing­in vernd­ar auk þess sér­stak­ar nátt­úru- og menn­ing­ar­minj­ar.

    Um­hverf­is­stofn­un og sveit­ar­fé­lag­ið Mos­fells­bær aug­lýsa hér með til kynn­ing­ar til­lögu að stofn­un fólkvangs á hluta af jörð­inni Bring­um, efst í Mos­fells­dal. Stærð svæð­is­ins er 18,6 hekt­ar­ar.
    Markmið frið­lýs­ing­ar­inn­ar er að vernda hluta jarð­ar­inn­ar Bringna til úti­vist­ar al­menn­ings, nátt­úru­skoð­un­ar og fræðslu. Frið­lýs­ing­in vernd­ar auk þess sér­stak­ar nátt­úru- og menn­ing­ar­minj­ar.

    Bújörð­in Bring­ur varð til sem ný­býli úr landi prest­set­urs­ins að Mos­felli árið 1856, en fór í eyði árið 1966. Jörð­in er stað­sett norð­an Köldu­kvísl­ar, en það­an er víð­sýnt yfir Mos­fells­dal og allt til hafs. Í Köldu­kvísl, rétt við tún­garð­inn, er Helgu­foss. Vest­an við foss­inn er Helgu­hvamm­ur, rúst­ir Helgu­sels og Helgu­hóll, sem einn­ig er nefnd­ur Hrafnaklett­ur. Sag­an seg­ir að þar sé mik­il huldu­fólks­byggð. Selj­a­rúst­irn­ar vitna um löngu horfna at­vinnu­hætti þeg­ar bú­pen­ing­ur var hafð­ur í seli yfir sum­ar­tím­ann. Þjóð­trú­in herm­ir að Helgu­sel sé nefnt eft­ir Helgu dótt­ur Bárð­ar Snæ­fells­áss, en önn­ur skýr­ing á nafn­gift­inni bygg­ir á því að land­svæð­ið var fyrr­um í eigu kirkju­stað­ar­ins á Mos­felli og upp­haf­leg merk­ing nafns­ins væri þá hið helga sel.

    Til­lag­an er að­gengi­leg hér og á heima­síðu Um­hverf­is­stofn­un­ar, auk þess sem hún ligg­ur frammi á bæj­ar­skrif­stof­um Mos­fells­bæj­ar. Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um og/eða ábend­ing­um er til mánu­dags­ins 12. maí 2014.

    Frek­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Hild­ur Vé­steins­dótt­ir, hild­urv[hja]um­hverf­is­stofn­un.is, eða í síma 591-2000.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00