Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. maí 2014

Til­kynn­ing frá Yfir­kjör­stjórn Mos­fells­bæj­ar

Laug­ar­dag­inn 10. maí 2014 renn­ur út frest­ur til að skila fram­boðs­list­um vegna bæj­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Mos­fells­bæ sem fram fara þann 31. maí 2014. Yfir­kjör­stjórn mun þá taka við fram­boðs­list­um á skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar að Þver­holti 2, 2. hæð, kl. 10.00-12.00.

Yfir­kjör­stjórn boð­ar til fund­ar þann 10. maí, kl. 14.00, á sama stað þar sem hún úr­skurð­ar um fram­komna fram­boðs­lista að við­stödd­um um­boðs­mönn­um list­anna. Þeg­ar yfir­kjör­stjórn hef­ur úr­skurð­að um fram­boð­in mun hún aug­lýsa fram­boðs­lista í bæj­ar­blöð­un­um, bók­staf list­anna og nöfn fram­bjóð­anda á hverj­um lista.

Kjör­stað­ur vegna bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna er í Lága­fells­skóla við Lækj­ar­hlíð og stend­ur kjör­fund­ur frá kl. 09-22. Að­set­ur yfir­kjör­stjórn­ar á kjör­dag verð­ur á sama stað.

Mos­fells­bæ 2. maí 2014
Yfir­kjör­stjórn Mos­fells­bæj­ar
Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir formað­ur
Har­ald­ur Sig­urðs­son
Val­ur Odds­son

Yfir­kjör­stjórn vek­ur at­hygli á ákvæð­um 3. gr. laga nr. 5/1998 um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórn­ar og VI. kafla  sömu laga um fram­boð og um­boðs­menn. Nán­ari upp­lýs­ing­ar og leið­bein­ing­ar má nálg­ast á kosn­inga­vef inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00