Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi, Reykjavík.
Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti og urða allt að 120 þúsund tonn af úrgangi á ári, starfrækja hreinsistöð fyrir hauggas, gera tilraunir með endurnýtingu flokkaðs úrgangs og geyma úrgang sem nýttur er við rekstur urðunarstaðarins eða bíður endurnýtingar. Samkvæmt starfsleyfistillögunni verður gildistími starfsleyfis til næstu 16 ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, til 3. júní 2014. Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á vef Umhverfisstofnunar. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. júní 2014.
Áður auglýstum fundi hefur verið frestað og ný dagsetning verður kynnt næstu daga.