Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. maí 2014

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur unn­ið til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir urð­un­ar­stað SORPU bs. í Álfs­nesi, Reykja­vík.

Sam­kvæmt til­lög­unni verð­ur heim­ilt að taka á móti og urða allt að 120 þús­und tonn af úr­gangi á ári, starf­rækja hreins­istöð fyr­ir hauggas, gera til­raun­ir með end­ur­nýt­ingu flokk­aðs úr­gangs og geyma úr­g­ang sem nýtt­ur er við rekst­ur urð­un­ar­stað­ar­ins eða bíð­ur end­ur­nýt­ing­ar. Sam­kvæmt starfs­leyf­istil­lög­unni verð­ur gild­is­tími starfs­leyf­is til næstu 16 ára. Til­lag­an, ásamt starfs­leyf­is­um­sókn og fylgigögn­um, mun liggja frammi til kynn­ing­ar í þjón­ustu­veri Reykja­vík­ur­borg­ar, Borg­ar­túni 12-14, 105 Reykja­vík, til 3. júní 2014. Starfs­leyf­istil­lögu og önn­ur gögn má einn­ig nálg­ast á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar. Öll­um er frjálst að gera at­huga­semd­ir við starfs­leyf­istil­lög­una en þær skulu vera skrif­leg­ar, und­ir­rit­að­ar með nafni og heim­il­is­fangi og send­ar Um­hverf­is­stofn­un. Frest­ur til að skila inn at­huga­semd­um er til 3. júní 2014.

Áður aug­lýst­um fundi hef­ur ver­ið frestað og ný dag­setn­ing verð­ur kynnt næstu daga.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00