Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. apríl 2014

Ís­lensku þýð­inga­verð­laun­in fyr­ir þýð­ingu á er­lendu skáld­verki voru veitt á Gljúfra­steini, mið­viku­dag­inn 23. apríl, við há­tíð­lega at­höfn.

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­mála­ráð­herra af­henti verð­laun­in en þau hlaut Ing­unn Ás­dís­ar­dótt­ir fyr­ir þýð­ingu sína á fær­eysku skáld­sög­unni Ó – Sög­ur um djöf­ulskap eft­ir Carl Jó­h­an Jen­sen, sem Upp­heim­ar gáfu út út.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um verð­launa­verk­ið seg­ir:

Í Ó – søg­ur um djevulskap seg­ir Carl Jó­h­an Jen­sen sögu Fær­eyja í óvenju­legri skáld­sögu. Í bók­inni flétt­ast sam­an margradda 200 ára epísk átaka­saga sem Jen­sen eyk­ur með ít­ar­leg­um neð­an­máls­grein­um sem grípa inní sög­una, draga fram að­r­ar hlið­ar á frá­sögn­inni og snúa útúr henni. Orð­færi sög­unn­ar er snú­ið, kostu­legt og æv­in­týra­legt, skreytt til­bún­um orð­um og orð­leys­um, og verk­ið er enda­laus sjóð­ur af óvænt­um uppá­kom­um í tungu­mál­inu. Ing­unn Ás­dís­ar­dótt­ir leys­ir með glæsi­brag hverja þá erf­iðu þraut sem við henni blas­ir.

Að­r­ir til­nefnd­ir voru María Rán Guð­jóns­dótt­ir fyr­ir Rödd í dvala eft­ir Dulce Chacón, Njörð­ur P. Njarð­vík fyr­ir Ljóð 1954-2004 eft­ir Tom­as Tranströ­mer, Rún­ar Helgi Vign­is­son fyr­ir Sem ég lá fyr­ir dauð­an­um eft­ir William Faul­kner og Stefán Steins­son fyr­ir Rann­sókn­ir – Iεtopiai eft­ir Heródót­us frá Halikarnass­us.

Í dóm­nefnd sátu Mó­heið­ur Hlíf Geir­laugs­dótt­ir, formað­ur, Árni Matth­íasson og Her­mann Stef­áns­son. Stjórn Banda­lags þýð­enda og túlka fær­ir þeim þakk­ir fyr­ir þeirra góða og vanda­sama starf og ósk­ar Ing­unni Ás­dís­ar­dótt­ur inni­lega til ham­ingju með verð­skuld­aða við­ur­kenn­ingu.

Bandalag þýð­enda og túlka hef­ur veitt Ís­lensku þýð­inga­verð­laun­in ár­lega síð­an 2005 og er þetta því í tí­unda sinn sem þau eru veitt. Verð­laun­un­um eru ætlað að heiðra þýð­end­ur og vekja at­hygli á þætti þýð­inga og fram­lagi þýð­enda til ís­lenskra bók­mennta og bók­mennta­arfs þjóð­ar­inn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00