Það var líf og fjör þann 26. mars þegar 13 skólar úr Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og af Kjalarnesi kepptu í Skólahreysti í fimmta undanriðli keppninnar.
Íþróttahúsið í Smáranum var fullt af litríkum stuðningsmönnum sem hvöttu sína skóla af krafti enda mikið í húfi.
Frá Mosfellsbæ kepptu bæði Varmárskóli og Lágafellsskóli. Keppnin var hörð og jöfn fram á síðustu mínútu en lið Lágafellsskóla hafði sigur að lokum með 67 stig, eftir harða baráttu við Garðaskóla, og vann sér þátttökurétt í úrslitum 16. maí í Laugardalshöll sem sýnd verða í beinni útsendingu á RÚV.
Lið Lágafellsskóla: Elín María, Emilía Dögg, Fanney, Arnór Breki, Gunnar og Hilmar Þór