Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Það var líf og fjör þann 26. mars þeg­ar 13 skól­ar úr Garða­bæ, Kópa­vogi, Mos­fells­bæ og af Kjal­ar­nesi kepptu í Skóla­hreysti í fimmta und­anriðli keppn­inn­ar.

Íþrótta­hús­ið í Smár­an­um var fullt af lit­rík­um stuðn­ings­mönn­um sem hvöttu sína skóla af krafti enda mik­ið í húfi.

Frá Mos­fells­bæ kepptu bæði Varmár­skóli og Lága­fells­skóli. Keppn­in var hörð og jöfn fram á síð­ustu mín­útu en lið Lága­fells­skóla hafði sig­ur að lok­um með 67 stig, eft­ir harða bar­áttu við Garða­skóla, og vann sér þátt­töku­rétt í úr­slit­um 16. maí í Laug­ar­dals­höll sem sýnd verða í beinni út­send­ingu á RÚV.

Lið Lága­fells­skóla: Elín María, Em­il­ía Dögg, Fann­ey, Arnór Breki, Gunn­ar og Hilm­ar Þór

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00