Bíó í Hlégarði sunnudaginn 1. júní 2014
Evrópustofa og Bíó Paradís efna til hátíðarsýningar á hinni margverðlaunuðu fjölskyldumynd Antboy, sem talsett hefur verið á íslensku, í Hlégarði í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. júní kl 14:30.
Rekstrartölur aðgengilegar á vef Mosfellsbæjar
Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins hefur verið birt. Á síðasta ári samþykkti bæjarráð að birta reglulega annars vegar rekstrarreikning og hins vegar rekstraryfirlit, sundurliðað eftir málaflokkum. Þessar upplýsingar eru birtar á þriggja mánaða fresti. Markmiðið er að bæta enn frekar úr upplýsingagjöf og gera bæjarbúum kleift að fylgjast nánar með rekstri bæjarins.
Aukin þjónusta við fatlað fólk með sameiginlegri ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær, hafa gert með sér samkomulag um fyrirkomulag og rekstur sameiginlegrar ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Mosfellsbær stofnar fólkvang í Bringum í Mosfellsdal
Mosfellsbær, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs í Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda mikilvægar náttúru- og söguminjar og um leið að tryggja aðgengi almennings að svæðinu til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsta svæðið er 18,6 hektarar að stærð.
FRÍTT í Varmárlaug laugardaginn 24. maí
Á laugardaginn næstkomandi verður Mosfellingum sem og öðrum landsmönnum boðið að stinga sér frítt til sunds í Varmárlaug. Tilefnið er að við sundlaugina er komin ný og flott vaðlaug, heitur pottur hefur verið endurgerður og göngusvæði í kringum sundlaugina hefur fengið andlitslyftingu. Þar hefur nú verið lagt gúmmíefni sem er mjúkt og stamt undir fæti og eykur öryggi sundlaugagesta til muna.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2014.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum eða ábendingum frá Mosfellingum um einstakling eða samtök listamanna í Mosfellsbæ, sem til greina koma að bera sæmdarheitið bæjarlistamaður ársins 2014. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Einungis einstaklingar, sem búsettir eru í Mosfellsbæ og hópar og samtök, sem starfa í bæjarfélaginu koma til greina. Þá setur menningarmálanefnd það einnig sem skilyrði að tilnefndir einstaklingar eða hópar hafi verið virkir í listgrein sinni.
Upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Frá og með 19. maí nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10.00.22.00. Tímasetningar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum o.fl. á vegum sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga eru eftirfarandi:
Upplýsingar um tjaldstæði í Mosfellsbæ
Mosfellsbær nýtur þeirra sérstöðu að vera nokkurs konar sveit í borg enda jaðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu og sameinar því kosti beggja. Hér er notalegt að koma sér fyrir með tjald, tjaldvagn, hjólhýsi eða húsbíl og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar en vera um leið aðeins steinsnar frá menningarlífi höfuðborgarinnar.
STOFNUN FÓLKVANGS Í BRINGUM Í MOSFELLSDAL
Þriðjudaginn 20. maí kl. 17 munu umhverfisráðherra, forstjóri Umhverfisstofnunar og bæjarstjóri Mosfellsbæjar staðfesta stofnun fólkvangs í Bringum í Mosfellsdal. Athöfnin fer fram innan fólkvangsins í Bringum við Helgufoss, en beygt er til hægri frá Þingvallavegi spölkorn ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal.
Nú líður að sumri en aukin þægindi fylgir því að eiga Moskort.
Vissir þú af Moskortinu ? Moskortið er rafrænt aðgangskort í sundlaugar Mosfellsbæjar og er áfyllingarkort. Kortið er selt og afhent í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli, Lækjarhlíð 1a. Kortið er keypt í upphafi og fyllt á það nokkur skipti. Kortin eru handhafakort en einnig er hægt að fá persónugerð kort sem eru rekjanleg ef kort glatast.
Tilkynning um afgreiðslur deiliskipulagstillagna
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 23. apríl 2014 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu eða grenndarkynningu:
Auglýsing frá Yfirkjörstjórn Mosfellsbæjar
Boðnir eru fram eftirtaldir framboðslistar við bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ 31. maí 2014. B – listi Framsóknarflokksins, D – listi Sjálfstæðisflokksins, M – listi Íbúahreyfingarinnar, S- listi Samfylkingarinnar, V – listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs,X – listi Mosfellslistans
Frístundaávísun - ert þú búin að nýta þína ?
Nýtt tímabil frístundaávísana fyrir tímabilið 2014-2015 verður virkt frá 1. ágúst en ekki 1. september eins og áður hefur verið.
Tómstundastarf fyrir 10 -12 sem að þurfa á sérstuðningi að halda
Í sumar ætlar Mosfellsbær að bjóða upp á tómstundastarf fyrir þau börn á aldrinum 10-12 ára sem þurfa á sérstuðningi að halda. Búið er að ráða þroskaþjálfa sem hefur mikla reynslu af starfi með börnum í Klettaskóla til að halda utan um starfið. skipulagið mun verða sniðið að þeirra þörfum og verða í boði virka daga frá kl 9-16.
Litla upplestrarkeppnin 2014
Litla upplestrarkeppnin byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er reglulega í 7. bekk í flestum skólum landsins.
Ráðningum í sumarstörf að ljúka fyrir árið 2014
Verið er að leggja lokahönd á ráðningar í sumarstörf hjá Mosfellsbæ.
Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar 13. maí 2014
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 13. maí kl. 17:30.
Móttöku framboðslista lokið og úrskurðaðir gildir.
Á fundi yfirkjörstjórnar Mosfellsbæjar sem haldinn var nýverð mættu fulltrúar sex framboða og afhentu yfirkjörstjórn framboðslista auk lista yfir meðmælendur. Allir framboðslistar voru úrskurðaðir gildir og samþykktir og merktir með þeim listabókstöfum sem framboðin höfðu óskað eftir.
Listasalur Mosfellsbæjar - Opið fyrir umsóknir fyrir sýningarárið 2015
Opið er fyrir umsóknir vegna sýningarhalds í Listasal Mosfellsbæjar á árinu 2015.
Kosningasíða Mosfellsbæjar aðgengileg
Kosningasíða Mosfellsbæjar hefur verið opnuð en þar er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir kjósendur og frambjóðendur.