Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. maí 2014

Nýtt tíma­bil frí­stunda­á­vís­ana fyr­ir tíma­bil­ið 2014-2015 verð­ur virkt frá 1. ág­úst en ekki 1. sept­em­ber eins og áður hef­ur ver­ið.

Ávís­un á þessu tíma­bili til 31. júlí mun því fyrn­ast 1. ág­úst.

Mos­fells­bær gef­ur for­ráða­mönn­um allra barna og ung­linga á aldr­in­um 6-18 ára, með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ kost á frí­stunda­á­vís­un að upp­hæð 18.000 kr. sem hægt er að nota til að greiða fyr­ir hvers kon­ar frí­stund­ast­arf hjá við­ur­kennd­um frí­stunda­fé­lög­um eða frí­stunda­stofn­un­um.

Þann 1. ág­úst 2014 mun ávís­un­in hækka í 25.000 kr. og gilda fyr­ir börn fædd 1997-2008 til 31. júlí 2015. Ath. að ekki er hægt að nýta ávís­un­ina í sum­ar­nám­skeið, þar sem að nám­skeið­in sem að ávís­un­in skal not­uð í þurfa að ná yfir eina önn eða að lág­marki 10 vik­ur.

Ávís­un­in gild­ir í eitt ár í senn, frá 1. ág­úst til 31. júlí ár hvert, fyr­ir þau börn sem verða 6 ára og 18 ára á ár­inu, það er að segja börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunn­skóla til og með ung­linga á öðru ári í fram­halds­skóla. Sé barn orð­ið 18 ára sæk­ir það sjálft um á íbúagátt­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00