Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. maí 2014

Litla upp­lestr­ar­keppn­in bygg­ir á mark­mið­um Stóru upp­lestr­ar­keppn­inn­ar sem hald­in er reglu­lega í 7. bekk í flest­um skól­um lands­ins.

Haust­ið 2013 var ákveð­ið að setja Litlu upp­lestr­ar­keppn­ina fyr­ir 4. bekk af stað hér í Mos­fells­bæ í sam­starfi við Skóla­skrif­stofu Hafn­ar­fjarð­ar en keppn­in hófst þar haust­ið 2010. Meg­in­markmið upp­lestr­ar­keppn­inn­ar er að nem­end­ur flytji ís­lenskt mál sjálf­um sér og öðr­um til ánægju og að þeir hafi vand­virkni og virð­ingu að leið­ar­ljósi við flutn­ing­inn. Keppn­is­hug­tak­ið hér fel­ur ein­göngu í sér það markmið að keppa við sjálf­an sig, að verða betri í dag en í gær.

Nem­end­ur 4. bekkja eru að halda sína há­tíð um þess­ar mund­ir í skól­un­um þar sem for­eldr­um og öðr­um góð­um gest­um er boð­ið að koma og hlusta á upp­lest­ur á sög­um og ljóð­um. Nem­end­ur hafa lagt mikla vinnu í æf­ing­ar í upp­lestri með kenn­ur­um sín­um og for­eldr­um og sýna afrakst­ur­inn á há­tíð­un­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00