Litla upplestrarkeppnin byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er reglulega í 7. bekk í flestum skólum landsins.
Haustið 2013 var ákveðið að setja Litlu upplestrarkeppnina fyrir 4. bekk af stað hér í Mosfellsbæ í samstarfi við Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar en keppnin hófst þar haustið 2010. Meginmarkmið upplestrarkeppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir hafi vandvirkni og virðingu að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið hér felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag en í gær.
Nemendur 4. bekkja eru að halda sína hátíð um þessar mundir í skólunum þar sem foreldrum og öðrum góðum gestum er boðið að koma og hlusta á upplestur á sögum og ljóðum. Nemendur hafa lagt mikla vinnu í æfingar í upplestri með kennurum sínum og foreldrum og sýna afraksturinn á hátíðunum.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.