Þriðjudaginn 20. maí kl. 17 munu umhverfisráðherra, forstjóri Umhverfisstofnunar og bæjarstjóri Mosfellsbæjar staðfesta stofnun fólkvangs í Bringum í Mosfellsdal. Athöfnin fer fram innan fólkvangsins í Bringum við Helgufoss, en beygt er til hægri frá Þingvallavegi spölkorn ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal.
Þriðjudaginn 20. maí kl. 17 munu umhverfisráðherra, forstjóri Umhverfisstofnunar og bæjarstjóri Mosfellsbæjar staðfesta stofnun fólkvangs í Bringum í Mosfellsdal.
Athöfnin fer fram innan fólkvangsins í Bringum við Helgufoss, en beygt er til hægri frá Þingvallavegi spölkorn ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal.
Eftir athöfnina mun Sögufélag Kjalnesinga, undir leiðsögn Bjarka Bjarnasonar formanns umhverfisnefndar Mosfellsbæjar, bjóða uppá fræðslugöngu um fólkvanginn og að henni lokinni verður boðið upp á heilsubætandi hressingu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Mosfellsbær.