Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. maí 2014

    Mos­fells­bær nýt­ur þeirra sér­stöðu að vera nokk­urs kon­ar sveit í borg enda jað­ar­byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sam­ein­ar því kosti beggja. Hér er nota­legt að koma sér fyr­ir með tjald, tjald­vagn, hjól­hýsi eða hús­bíl og njóta nátt­úr­unn­ar og kyrrð­ar­inn­ar en vera um leið að­eins steinsnar frá menn­ing­ar­lífi höf­uð­borg­ar­inn­ar.

    Ný­legt tjald­stæði er í Mos­fells­bæ stað­sett í hjarta bæj­ar­ins, á Varmár­svæð­inu, með fal­legu út­sýni yfir neðri hluta Var­már, Leir­vog­inn og Leir­vogs­ána. Í Mos­fells­bæ eru víð­áttu­mik­il nátt­úra inn­an bæj­ar­marka og ein­stak­ir úti­vist­ar­mögu­leik­ar í skjóli fella, heiða, vatna og strand­lengju.

    Tjald­stæð­ið er við Varmár­skóla og Varmár­laug og er bað­að­staða í laug­inni. Við tjald­stæð­ið er sal­ern­is­að­staða, vatn og raf­magn. Góð­ar al­menn­ings­sam­göng­ur eru frá tjald­stæð­inu um Mos­fells­bæ og í mið­borg Reykja­vík­ur.

    Mos­fells­bær nýt­ur þeirra sér­stöðu að vera nokk­urs kon­ar sveit í borg enda jað­ar­byggð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sam­ein­ar því kosti beggja. Hér er nota­legt að koma sér fyr­ir með tjald, tjald­vagn, hjól­hýsi eða hús­bíl og njóta nátt­úr­unn­ar og kyrrð­ar­inn­ar en vera um leið að­eins steinsnar frá menn­ing­ar­lífi höf­uð­borg­ar­inn­ar.

    Nátt­úruperl­ur og sögu­leg­ar minj­ar er víða að finna í Mos­fells­bæ, má þar nefna Trölla­foss, Helgu­foss, Varmá, Mos­fells­kirkju og forn­leif­ar við Hrís­brú í Mos­fells­dal.

    At­vinnu­saga bæj­ar­ins er einn­ig á marg­an hátt sér­stök og má þar nefna viða­mikla ull­ar­vinnslu og kjúk­lingarækt sem starfs­rækt hef­ur ver­ið í bæn­um um langt skeið.

    Hér er einn­ig mik­il menn­ing og fjöldi lista­manna með vinnu­stof­ur víða um bæ­inn sem vert er að skoða.
    Mos­fells­bær er heima­bær Nó­bels­skálds­ins okk­ar, Hall­dórs Lax­ness, og er heim­ili hans í Mos­fells­bæ, Gljúfra­steinn, nú safn sem er öll­um opið.

    Mos­fell­ing­ar kunna vel að meta um­hverfi sitt og eru al­mennt mik­ið úti­vistar­fólk. Öfl­ugt íþrótt­ast­arf Aft­ur­eld­ing­ar er áber­andi í bæj­ar­fé­lag­inu. Hesta­mennska er áber­andi þátt­ur í dag­legu lífi bæj­ar­búa, enda liggja reið­leið­ir til allra átta. Göngu­leið­ir eru góð­ar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er að­staða til íþrótta­iðk­ana betri en í Mos­fells­bæ. Tveir golf­vell­ir eru í Mos­fells­bæ, ásamt góðri að­stöðu fyr­ir fugla­skoð­un í Leir­vogi og við ósa Var­már og Köldu­kvísl­ar. Hin nýja Lága­fells­laug er orð­in ein vin­sæl­asta sund­laug höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins enda frá­bær að­staða fyr­ir börn sem full­orðna, en þang­að er fal­leg göngu­leið með­fram Leir­vog­in­um frá tjald­stæð­inu.

    Heim­il­is­fang: Varmár­skóli eldri deild – norð­an Íþróttamið­stöðv­ar.
    Skóla­braut , 270 Mos­fells­bær.
    Síma­núm­er: 566-6058 frá kl. 08:00 – 14:00
    Neyð­ar­núm­er: 690-9297
    Heima­síða: www.mos.is

    Net­fang:  bolid[hjá]mos.is 

    Opn­un­ar­tími: 30. maí – 1. sept­em­ber

    Gjaldskrá fyr­ir þá sem ekki eru með úti­legu­kort­ið er 900 kr.,- á mann með ferða­manna­skatti.
    raf­magn 500 kr.
    Hægt er að greiða gjald­ið hjá Tjald­stæða­verði, í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá eða á hót­el Lax­nesi.
    Hnit: 64° 10,065’N, 21° 42,229’W

    Að­staða fyr­ir: Tjöld, Tjald­vagna, Felli­hýsi, Hjól­hýsi, Hús­bíla

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00