Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 13. maí kl. 17:30.
Fundurinn verður haldinn í Listasalnum við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna.
Á fundinum mun Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt og lektor við Umhverfisdeild Lbhí halda erindi um Yndisgróður, garðagróður framtíðarinnar.
Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar og Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar ræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.
Öll áhugasöm velkomin, heitt á könnunni.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.