Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 23. apríl 2014 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu eða grenndarkynningu:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 23. apríl 2014 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu eða grenndarkynningu:
Deiliskipulag Varmárskólasvæðis
Tillaga að deiliskipulaginu var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30.9.2013 með athugasemdafresti til 11.11.2013. Ein athugasemd barst og leiddi hún til nokkurra breytinga á skipulaginu, sem var samþykkt í bæjarstjórn svo breytt ásamt svörum við athugasemdinni. Skipulagsstofnun hefur haft deiliskipulagið til yfirferðar og tók það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 19. maí 2014.
Miðhverfi Helgafellshverfis – deiliskipulagsbreyting
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi lóðir milli Gerplu- og Vefarastrætis austan skólalóðar var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12.2.2014 með athugasemdafresti til 26.3.2014. Ein athugasemd barst og leiddi hún ekki til breytinga á tillögunni, sem var samþykkt óbreytt í bæjarstjórn ásamt svörum við athugasemdinni. Skipulagsstofnun hefur haft deiliskipulagsbreytinguna til yfirferðar og tók hún gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 19. maí 2014.
Dalsbú, Helgadal – deiliskipulagsbreyting
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi minkabúsins Dalsbús var grenndarkynnt sem óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 3.3.2014 með athugasemdafresti til 2.4.2014. Ein athugasemd barst og leiddi hún ekki til breytinga á tillögunni, sem var samþykkt óbreytt í bæjarstjórn ásamt svörum við athugasemdinni. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun og tók gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda 7. maí 2014.
Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um ofangreindar skipulagsáætlanir snúi sér til undirritaðs.
Hér má sjá auglýsingu í pdf formi
16. maí 2014,
skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar.