Í sumar ætlar Mosfellsbær að bjóða upp á tómstundastarf fyrir þau börn á aldrinum 10-12 ára sem þurfa á sérstuðningi að halda. Búið er að ráða þroskaþjálfa sem hefur mikla reynslu af starfi með börnum í Klettaskóla til að halda utan um starfið. skipulagið mun verða sniðið að þeirra þörfum og verða í boði virka daga frá kl 9-16.
Í sumar ætlar Mosfellsbær að bjóða upp á tómstundastarf fyrir þau börn á aldrinum 10-12 ára sem þurfa á sérstuðningi að halda. Búið er að ráða þroskaþjálfa sem hefur mikla reynslu af starfi með börnum í Klettaskóla til að halda utan um starfið. skipulagið mun verða sniðið að þeirra þörfum og verða í boði virka daga frá kl 9-16. Ætlunin er að fara í lengri og styttri vettvangsferðir, leiki og ýmsar smiðjur. Í boði væri að velja ýmist heila eða hálfa daga .
Að auki munu ákveðnar smiðjur og vettvangsferðir vera opnar almennt til skráningar fyrir öll börn á aldrinum 10-12 ára á miðvikudögum.
Námskeiðin verða eftirfarandi:
JÚNÍ
1. vika 10.júní-13. júní *
2. vika 16.júní-20. júní *
3.vika 23.júní-27. Júní
JÚLÍ
4.vika 30. Júní – 4.júlí
5.vika 7. Júlí -11. júlí
6.vika 14.júlí -18. Júlí
ÁGÚST
7vika 11.ágúst-15. ágúst
8.vika 18. ágúst– 22. Ágúst
Hvert námskeið 1/1 (9-16:00) kostar kr. 10.200.- ein vika
4 daga vika *8160
Hálfur dagur kr. 5.700. ein vika
4 daga vika *4560
Auka klst. (8:00 – 9:00 og 16:00 – 17:00) 290.- kr./ klst.
Skráningar og upplýsingar hjá Önnu Birnu á netfangið annabg[hja]mos.is eða hjá Eddu Davíðsdóttur tómstundafulltrúa í síma 525 6700 edda[hja]mos.is