Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. maí 2014

    Í sum­ar ætl­ar Mos­fells­bær að bjóða upp á tóm­stund­ast­arf fyr­ir þau börn á aldr­in­um 10-12 ára sem þurfa á sérstuðn­ingi að halda. Búið er að ráða þroska­þjálfa sem hef­ur mikla reynslu af starfi með börn­um í Kletta­skóla til að halda utan um starf­ið. skipu­lag­ið mun verða snið­ið að þeirra þörf­um og verða í boði virka daga frá kl 9-16.

    Í sum­ar ætl­ar Mos­fells­bær að bjóða upp á tóm­stund­ast­arf fyr­ir þau börn á aldr­in­um 10-12 ára sem þurfa á sérstuðn­ingi að halda. Búið er að ráða þroska­þjálfa sem hef­ur mikla reynslu af starfi með börn­um í Kletta­skóla til að halda utan um starf­ið. skipu­lag­ið mun verða snið­ið að þeirra þörf­um og verða í boði virka daga frá kl 9-16. Ætl­un­in er að fara í lengri og styttri vett­vangs­ferð­ir, leiki og ýms­ar smiðj­ur. Í boði væri að velja ým­ist heila eða hálfa daga .

    Að auki munu ákveðn­ar smiðj­ur og vett­vangs­ferð­ir vera opn­ar al­mennt til skrán­ing­ar fyr­ir öll börn á aldr­in­um 10-12 ára á mið­viku­dög­um.

    Nám­skeið­in verða eft­ir­far­andi:

    JÚNÍ

    1. vika 10.júní-13. júní *
    2. vika 16.júní-20. júní *
    3.vika  23.júní-27. Júní

    JÚLÍ
    4.vika 30. Júní – 4.júlí
    5.vika 7. Júlí -11. júlí
    6.vika 14.júlí -18. Júlí

    ÁG­ÚST
    7vika 11.ág­úst-15. ág­úst
    8.vika 18. ág­úst– 22. Ág­úst

    Hvert nám­skeið 1/1 (9-16:00) kost­ar kr. 10.200.- ein vika
    4 daga vika *8160
    Hálf­ur dag­ur kr. 5.700. ein vika
    4 daga vika *4560

    Auka klst. (8:00 – 9:00 og 16:00 – 17:00) 290.- kr./ klst.

    Skrán­ing­ar og upp­lýs­ing­ar hjá Önnu Birnu á net­fang­ið anna­bg[hja]mos.is  eða hjá Eddu Dav­íðs­dótt­ur tóm­stunda­full­trúa í síma 525 6700 edda[hja]mos.is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00