Bókasafnið fagurskreytt fiðrildum eftir börnin
Sumarlestur í Bókasafni Mosfellsbæjar hefur staðið yfir í allt sumar eða frá 3. júní.
Hinsegin bókmenntir í Bókasafni Mosfellsbæjar
Í tilefni af Hinsegin dögum 2013 má finna fræðandi bækur á Bókasafni Mosfellsbæjar um samkynhneigð í bókahorninu Í umræðunni.
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar 2013
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar árið 2013.
Nýtt skólahúsnæði við Þrastarhöfða
Útibú frá leikskólanum Huldubergi er nú að rísa við Þrastarhöfða. Þar verða starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum nú síðar í mánuðinum. Í húsnæðinu verður, auk deildanna tveggja, fullbúið eldhús. Frágangur lóðarinnar verður fyrsta flokks. Áætlað er að bæta við tveimur stofum á næsta ári og að tekið verði þá aftur, eins og nú
Umsóknir í mötuneyti og frístundasel
Vegna undirbúnings á skólaárinu 2013-2014 minnum við foreldra á að sækja verður um áskrift í mötuneyti og frístundasel á hverju hausti í íbúagátt Mosfellsbæjar. Eldri umsóknir gilda ekki. Nýjar umsóknir þurfa að berast fyrir 20.ágúst. Vakin er athygli á að frá og með þessu skólaári er ekki hægt að sækja um færri en 4 tíma á viku í frístundaseli (sjá samþykkt).
Glæsileg hátíð um helgina í Mosfellsdal
Haldin verður fjölskylduhátíð í Mosfellsdalnum um verslunarmannahelgina og eru allir velunnarar Mosfellsdals velkomnir.
Verslunarmannahelgin í Mosfellsbæ 2013
Veðrið lofar ljómandi góðu yfir verslunarmannahelgina á höfuðborgarsvæðinu.
Bongóblíða í Mosfellsbæ
Á svona góðviðrisdögum eins og hafa verið undanfarna daga er alveg tilvalið að heimsækja sundlaugar bæjarins því fátt er betra fyrir líkama og sál en sund, hvort sem það sé rösklegt sund eða rólegheit í pottinum en í Mosfellsbæ eru tvær frábærar sundlaugar, LÁGAFELLSLAUG og VARMÁRLAUG.
Í túninu heima 2013 - Takið helgina frá!
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima verður nú haldin í 10. sinn.
Hægt að senda inn tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar veitir árlegar viðurkenningar til þeirra sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu.
Sveitahátíðin Kátt í Kjósinni laugardaginn 20. júlí
Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður haldin í sjöunda sinn laugardaginn 20. júlí. Glænýr broddur og fleira spennandi í Miðdal. Á Reynivöllum verður erindið “Ég er úr Kjósinni”, þar sem farið verður yfir vísanir til sveitarinnar í verkum Halldórs Laxness. Kjósarrétt mun iða af dýralífi
Í túninu heima 2013 - Viltu taka þátt?
Í túninu heima – Takið helgina frá!
Frábær þátttaka í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ laugardaginn 8. júní 2013
Um 1487 Mosfellskar konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fór fram í tuttugasta og fjórða sinn, laugardaginn 8. júní. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 14.000 konur tóku þátt á 81 stað út um allt land og á um 17 stöðum í 11 löndum erlendis. Um 4500 konur hlupu í Garðabænum, 1487 í Mosfellsbæ, 650 á Akureyri og um 500 konur erlendis.
Friðarhlaup 2013
Friðarhlaupið fer um Mosfellsbæ fimmtudaginn 11.júlí. Þegar hlaupararnir koma til Mosfellsbæjar mun fara fram stutt friðarstund þar sem krakkar úr Aftureldingu og vinnuskóla Mosfellsbæjar ætla að gróðursetja friðartré með hlaupurum friðarhlaupsins.
Nýr upplýsingavefur fyrir ferðamenn
visitmosfellsbaer.is er nýr vefur á ensku og ætlaður til að þjónusta erlenda ferðamenn sem koma, eða hafa áhuga á að koma, til bæjarins.
Hefur einhver séð Bínó?
Vegna sérstakra aðstæðna auglýsir dýraeftirlit Mosfellsbæjar eftir týndum kisa. Bínó hefur verið týndur síðan 13 júní frá Birkiteigi 3, 270 Mosfellsbær. Hann er blandaður síams/húsköttur með blá stór augu. Hann er mjög ljúfur en getur verið fælin við fólk sem hann þekkir ekki. Ef þið hafið upplýsingar um Bínó þá vinsamlegast hafið samband: Sigrún 846-1915 eða Edith 849-5188. Það má líka senda tölvupóst á hundaeftirlit[hja]mos.is
Afgreiðsla Bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Þann 26. júní samþykkti Bæjarstjórn tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, og bíður hún nú staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Sirkusheimsókn í Mosfellsbæ
Í sumar kemur til landsins barna og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku. Sirkusinn mun heimsækja Mosfellsbæ 11.-14. júlí og mun vera með sýningu í Íþróttamiðstöðinni Lágafell þann 11. júlí kl.18:00. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir.
Athafnasvæði Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi.
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 7, í því skyni að byggja megi á henni geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum, sambyggðum einingum. Athugasemdafrestur til 8. ágúst 2013.
Vel heppnað skuldabréfaútboð - vaxtakjör aldrei betri
Mosfellsbær efndi á dögunum til skuldabréfaútboðs á verðtryggðum skuldabréfum og sáu markaðsviðskipti H.F. Verðbréfa um útboðið. Sala skuldabréfaflokksins MOS 13 1 gekk vonum framar og voru seldar 600 milljónir á ávöxtunarkröfunni 3,05% en flokkurinn er með jöfnum afborgunum og lokagjalddaga á árinu 2034. Nýverið hefur einnig verið tekið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300 milljónir til 11 ára en þau bréf eru með 2,65% verðtryggðum vöxtum.