Tillaga að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 7, í því skyni að byggja megi á henni geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum, sambyggðum einingum. Athugasemdafrestur til 8. ágúst 2013.
Mosfellsbær auglýsir hér með samkvæmt 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingum á deiliskipulagi við Desjarmýri, sem samþykkt var í Bæjarstjórn 4. júlí 2007.
Breytingarnar varða lóð nr. 7 og eru til þess gerðar að nýta megi lóðina alfarið undir geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum einingum. Í tillögunni er byggingarreit og skipulagsskilmálum fyrir lóðina breytt í þessu skyni. Miðað er við að leyfilegt byggingarmagn haldist óbreytt, þ.e. að hámarksnýtingarhlutfall verði 0,4.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mos¬fells-bæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 8. ágúst 2013.
20. júní 2013,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar