Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. júlí 2013

Athafnasvæði Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi. Tillöguuppdráttur Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi varð­andi lóð nr. 7, í því skyni að byggja megi á henni geymslu­hús­næði á einni hæð í litl­um, sam­byggð­um ein­ing­um. At­huga­semda­frest­ur til 8. ág­úst 2013.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með sam­kvæmt 1. mgr. 43.gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi við Desjarmýri, sem sam­þykkt var í Bæj­ar­stjórn 4. júlí 2007.

Breyt­ing­arn­ar varða lóð nr. 7 og eru til þess gerð­ar að nýta megi lóð­ina al­far­ið und­ir geymslu­hús­næði á einni hæð í litl­um ein­ing­um. Í til­lög­unni er bygg­ing­ar­reit og skipu­lags­skil­mál­um fyr­ir lóð­ina breytt í þessu skyni. Mið­að er við að leyfi­legt bygg­ing­armagn hald­ist óbreytt, þ.e. að há­marks­nýt­ing­ar­hlut­fall verði 0,4.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos¬­fells-bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eigi síð­ar en 8. ág­úst 2013.

20. júní 2013,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00