Ný líkamsræktartæki við íþróttahúsið Varmá
Nú hefur útitækjum til líkamsræktar verið komið fyrir á lóðinni við Íþróttamiðstöðina að Varmá þar sem þau munu nýtast nemendum og öðrum íþróttaiðkendum til æfinga.
Sumaropnun leikskóla í Mosfellsbæ
Ný Slökkvistöð í Mosfellsbæ
Fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ var tekin þriðjudaginn 11. júní. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri tók skóflustunguna ásamt fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). Byggðaþróun undanfarinna ára hefur stækkað þjónustusvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) töluvert og gert það að verkum að útkallstíminn hefur ekki verið nægilega góður á tilteknum svæðum
Ný slökkvistöð í Mosfellsbæ
Fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ verður tekin þriðjudaginn 11. júní kl. 15:30 (á horni Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar). Haraldur Sverrisson bæjarstjóri tekur skóflustunguna ásamt fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). Slökkviliðs- og sjúkrabílar verða á staðnum.
Veljum nafn á hjúkrunarheimilið í Mosfellsbæ
Ákveðið hefur verið að framlengja frest til 28. apríl til að taka þátt í kosningu á nafnaval hjúkrunarheimilinu EIR en senn líður að því að hjúkrunarheimilið við Langatanga verði tekið í notkun og hefur íbúum Mosfellsbæjar gefist kostur á að taka þátt í nafnavalinu. Leitað hefur verið í smiðju hugmyndaríkra Mosfellinga og út úr því komu fjöldi nafna sem hafa tilvísun ýmist í starfsemi hússins, staðhætti, fornsögurnar eða bókmenntir.
Þakkir frá Lágafellsskóla
Á liðnu skólaári hafa tuttugu nemendur úr Lágafellsskóla stundað starfsþjálfun sem hluta af sínu námi.
Vísindaferð starfsfólks Bókasafnsins til Helsinki
Fastráðið starfsfólk Bókasafns Mosfellsbæjar heimsótti finnsk almenningsbókasöfn í lok maí.
Mosfellska hljómsveitin Kaleo á kortið
Mosfellska hljómsveitin Kaleo hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu.
Glæsileg útskriftarhátíð hjá FMOS 30. maí 2013
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 30. maí við hátíðlega athöfn í Hlégarði.
Útboð -Tunguvegur- Skeiðholt - Kvíslartunga
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í verkið: Tunguvegur, Skeiðholt – Kvíslartunga. Um er að ræða gatnagerð frá Skeiðholti að Kvíslartungu, brýr yfir Varmá og Köldukvísl, hringtorg við Skeiðholt og undirgöng undir Skeiðholt.
Opið hús á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar
Í tilefni af Alþjóðlega skjaladeginum verður Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar með opið hús milli kl. 14 – 16 á föstudaginn 7. júní. Allir eru velkomnir að koma og kynna sér safnið og spjalla. Kaffi á könnunni.
Hreyfum okkur saman - Kvennahlaupið 2013 í Mosfellsbæ 8. júní
Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 8. júní um allt land í 24. sinn. Hlaupið frá Varmárvelli kl. 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km – 5 km og 7 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni að Lækjarhlíð. Frítt í Varmárlaug að loknu hlaupi. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní.
Blátunnan í Mosfellsbæ ársgömul
Eitt ár er síðan að blátunnum var dreift í Mosfellsbæ til íbúa en bærinn var einn sá fyrsti á höfuðborgarsvæðinu sem innleiddi tunnunna til allra íbúa. Mjög góð reynsla er komin af notkun tunnunnar sem gerir íbúum í auknum mæli kleift að flokka pappír við heimili sín og auka þannig endurvinnslu og minnka það magn sem urða þarf í Álfsnesi. Mosfellsbær óskar íbúum til hamingju með þennan áfanga og vill nota tækifærið og hvetja íbúa til þess að halda áfram að vera duglegir að flokka pappír frá öðru sorpi.
Líf og fjör frístundasumarið 2013 í Mosfellsbæ
Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ í sumar.
Upplýsingar um tjaldstæði í Mosfellsbæ
Gott tjaldstæði er í Mosfellsbæ staðsett í hjarta bæjarins, á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni. Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn. Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur.Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Mosfellsbær í fullum blóma
Blómlegir ljósastaurar um allan bæ. Undanfarna daga hafa ötulir starfsmenn hjá garðyrkjudeild Mosfellsbæjar unnið hörðum höndum að því að gróðursetja sumarblóm í öllum regnbogans litum. Ber að líta á fagurskreitt blómaker, beð á torgum og lystigörðum auk þess sem sett eru upp blómaker við helstu götur bæjarins og allt kapp lagt á fegra bæinn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2013.
Frumflutningur verka á fyrstu stofutónleikum sumarsins
Stofutónleikaröð sumarsins 2013 á Gljúfrasteini verður ýtt úr vör næstkomandi sunnudag með tónleikum þar sem flutt verða verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld. Flytjendur eru Marta G. Halldórsdóttir sópran, Pamela De Sensi flautuleikari og Páll Eyjólfsson sem spilar á gítar.
Samþykktar vinnureglur um stuðning við afreksfólk úr Mosfellsbæ
Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 23. maí sl. voru samþykktar vinnureglur um stuðning við afreksfólk úr Mosfellsbæ sem stunda sína íþrótt eða tómstund með félögum utan Mosfellsbæjar. Um árabil hafa yfirmenn íþrótta- og tómstundamála bæjarins veitt afreksfólki sem á lögheimili í bænum en stundar íþrótt sína eða tómstund með félagi utan bæjarins fjárstyrk vegna stærri verkefna. Þannig eru vinnureglurnar í raun einungis að færa í orð það verklag sem þegar hefur verið viðhaft og eru styrkir veittir vegna:
Garðsláttur í sumar
Eins og síðustu ár mun Vinnuskólinn sjá um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja í sumar. Þeir sem vilja fá hóp til sín geta hringt í Vinnuskólann í síma 566 6058 og tala þar við Kára eða Ólafíu.