Gott tjaldstæði er í Mosfellsbæ staðsett í hjarta bæjarins, á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni. Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn. Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur.Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Upplýsingar um tjaldstæði í Mosfellsbæ
Nýtt tjaldstæði er í Mosfellsbæ og er það staðsett í hjarta bæjarins, á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Tjaldstæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni. Við tjaldstæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn. Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur.
Mosfellsbær nýtur þeirra sérstöðu að vera nokkurs konar sveit í borg enda jaðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu og sameinar því kosti beggja. Hér er notalegt að koma sér fyrir með tjald, tjaldvagn, hjólhýsi eða húsbíl og njóta náttúrunnar og kyrrðarinnar en vera um leið aðeins steinsnar frá menningarlífi höfuðborgarinnar.
Náttúruperlur og sögulegar minjar er víða að finna í Mosfellsbæ, má þar nefna Tröllafoss, Helgufoss, Varmá, Mosfellskirkju og fornleifar við Hrísbrú í Mosfellsdal.
Atvinnusaga bæjarins er einnig á margan hátt sérstök og má þar nefna viðamikla ullarvinnslu og kjúklingarækt sem starfsrækt hefur verið í bænum um langt skeið.
Hér er einnig mikil menning og fjöldi listamanna með vinnustofur víða um bæinn sem vert er að skoða.
Mosfellsbær er heimabær Nóbelsskáldsins okkar, Halldórs Laxness, og er heimili hans í Mosfellsbæ, Gljúfrasteinn, nú safn sem er öllum opið.
Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru almennt mikið útivistarfólk. Öflugt íþróttastarf Aftureldingar er áberandi í bæjarfélaginu. Hestamennska er áberandi þáttur í daglegu lífi bæjarbúa, enda liggja reiðleiðir til allra átta. Gönguleiðir eru góðar allt frá fjöru til fjalla og óvíða er aðstaða til íþróttaiðkana betri en í Mosfellsbæ. Tveir golfvellir eru í Mosfellsbæ, ásamt góðri aðstöðu fyrir fuglaskoðun í Leirvogi og við ósa Varmár og Köldukvíslar. Hin nýja Lágafellslaug er orðin ein vinsælasta sundlaug höfuðborgarsvæðisins enda frábær aðstaða fyrir börn sem fullorðna, en þangað er falleg gönguleið meðfram Leirvoginum frá tjaldstæðinu.
Heimilisfang: Varmárskóli eldri deild – norðan Íþróttamiðstöðvar.
Skólabraut , 270 Mosfellsbær.
Símanúmer: 566-6058 frá kl. 08:00 – 14:00
Neyðarnúmer: 690-9297
Heimasíða: www.mos.is
Netfang: bolid[hjá]mos.is
Opnunartími: 1. júní – 1. september
Gjaldskrá fyrir þá sem ekki eru með útilegukortið er 900 kr.,- á mann með ferðamannaskatti.
rafmagn 500 kr.
Hægt er að greiða gjaldið hjá Tjaldstæðaverði, í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á hótel Laxnesi.
Hnit: 64° 10,065’N, 21° 42,229’W
Aðstaða fyrir: Tjöld, Tjaldvagna, Fellihýsi, Hjólhýsi, Húsbíla