Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2013

Fjöl­breytt af­þrey­ing er í boði fyr­ir börn og ung­menni í Mos­fells­bæ í sum­ar.

Eins og áður eru mörg spenn­andi og skemmti­leg sum­ar­nám­skeið í boði fyr­ir hressa krakka þar sem all­ir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi. Má þar nefna reið­nám­skeið, nám­skeið í leik­list, golf, sund, tón­list­ar­sköp­un, æv­in­týra­nám­skeið hjá skát­un­um sem er stór­skemmti­legt og margt fleira.

Við minn­um for­eldra á að senda börn­in ávallt með fatn­að eft­ir veðri og vind­um og gott er að merkja fatn­að barn­anna.

Frí­stunda­á­vís­un

Mos­fells­bær gef­ur for­ráða­mönn­um allra barna og ung­linga á aldr­in­um 6-18 ára, með lög­heim­ili í Mos­fells­bæ kost á frí­stunda­á­vís­un að upp­hæð kr. 15.000 sem hægt er að nota til að greiða fyr­ir hvers kon­ar frí­stund­ast­arf hjá við­ur­kennd­um frí­stunda­fé­lög­um eða frí­stunda­stofn­un­um.

Nýtt tíma­bil  Frí­stunda­á­vís­ana fyr­ir vet­ur­inn 2013-2014 verð­ur virk frá 1. sept­em­ber 2012 og mun því ávís­un á þessu tíma­bili 2012-2013 fyrn­ast 1. sept­em­ber, því er um að gera að nýta sér ónýtta ávís­un í tóm­stund­ir sum­ars­ins 2013.

Fram­vís­un frí­stunda­á­vís­un­ar fer fram á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar með ra­f­ræn­um hætti.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00