Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir börn og ungmenni í Mosfellsbæ í sumar.
Eins og áður eru mörg spennandi og skemmtileg sumarnámskeið í boði fyrir hressa krakka þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Má þar nefna reiðnámskeið, námskeið í leiklist, golf, sund, tónlistarsköpun, ævintýranámskeið hjá skátunum sem er stórskemmtilegt og margt fleira.
Við minnum foreldra á að senda börnin ávallt með fatnað eftir veðri og vindum og gott er að merkja fatnað barnanna.
Frístundaávísun
Mosfellsbær gefur forráðamönnum allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ kost á frístundaávísun að upphæð kr. 15.000 sem hægt er að nota til að greiða fyrir hvers konar frístundastarf hjá viðurkenndum frístundafélögum eða frístundastofnunum.
Nýtt tímabil Frístundaávísana fyrir veturinn 2013-2014 verður virk frá 1. september 2012 og mun því ávísun á þessu tímabili 2012-2013 fyrnast 1. september, því er um að gera að nýta sér ónýtta ávísun í tómstundir sumarsins 2013.
Framvísun frístundaávísunar fer fram á íbúagátt Mosfellsbæjar með rafrænum hætti.