Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 23. maí sl. voru samþykktar vinnureglur um stuðning við afreksfólk úr Mosfellsbæ sem stunda sína íþrótt eða tómstund með félögum utan Mosfellsbæjar. Um árabil hafa yfirmenn íþrótta- og tómstundamála bæjarins veitt afreksfólki sem á lögheimili í bænum en stundar íþrótt sína eða tómstund með félagi utan bæjarins fjárstyrk vegna stærri verkefna. Þannig eru vinnureglurnar í raun einungis að færa í orð það verklag sem þegar hefur verið viðhaft og eru styrkir veittir vegna:
Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 23. maí sl. voru samþykktar vinnureglur um stuðning við afreksfólk úr Mosfellsbæ sem stunda sína íþrótt eða tómstund með félögum utan Mosfellsbæjar.
Um árabil hafa yfirmenn íþrótta- og tómstundamála bæjarins veitt afreksfólki sem á lögheimili í bænum en stundar íþrótt sína eða tómstund með félagi utan bæjarins fjárstyrk vegna stærri verkefna. Þannig eru vinnureglurnar í raun einungis að færa í orð það verklag sem þegar hefur verið viðhaft og eru styrkir veittir vegna:
- Ferða innanlands og erlendis vegna æfinga, keppni fyrir landslið eða þátttöku í viðburðum hjá landssambandi sem tengjast íþrótt eða tómstund viðkomandi
- Þátttöku á Ólympíuleikum, Norðurlanda-, Evrópu-, Heimsmeistaramótum, Smáþjóðaleikum eða öðrum sambærilegum mótum eða viðburðum íþrótta- og tómstundafélaga.
Vinnureglurnar má skoða nánar hér