AUGLÝSING UM ÚTBOÐ
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í verkið:
Tunguvegur – Skeiðholt – Kvíslartunga
Um er að ræða gatnagerð frá Skeiðholti að Kvíslartungu, brýr yfir Varmá og Köldukvísl, hringtorg við Skeiðholt og undirgöng undir Skeiðholt.
Helstu magntölur:
• Lengd Tunguvegar 1.000 m
• Gröftur 30000 m3
• Fyllingar 29700 m3
• Malbik 12500 m2
• Steypa 500 m3
Verkinu er skipt í 2 áfanga.
Verklok fyrri áfanga, gatnagerð og brýr 15. nóvember 2013.
Heildarverklok, hringtorg og undirgöng við Skeiðholt ásamt lokafrágangi 1. júlí 2014.
Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá og með þriðjudegi 11. júni 2013.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 25. júní 2013 kl. 11:00.