Afgreiðsla Bæjarstjórnar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Þann 26. júní samþykkti Bæjarstjórn tillögu að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, og bíður hún nú staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Sirkusheimsókn í Mosfellsbæ
Í sumar kemur til landsins barna og unglinga sirkusinn Cirkus Flik Flak frá Danmörku. Sirkusinn mun heimsækja Mosfellsbæ 11.-14. júlí og mun vera með sýningu í Íþróttamiðstöðinni Lágafell þann 11. júlí kl.18:00. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Allir hjartanlega velkomnir.
Athafnasvæði Desjarmýri, breyting á deiliskipulagi.
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi varðandi lóð nr. 7, í því skyni að byggja megi á henni geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum, sambyggðum einingum. Athugasemdafrestur til 8. ágúst 2013.
Vel heppnað skuldabréfaútboð - vaxtakjör aldrei betri
Mosfellsbær efndi á dögunum til skuldabréfaútboðs á verðtryggðum skuldabréfum og sáu markaðsviðskipti H.F. Verðbréfa um útboðið. Sala skuldabréfaflokksins MOS 13 1 gekk vonum framar og voru seldar 600 milljónir á ávöxtunarkröfunni 3,05% en flokkurinn er með jöfnum afborgunum og lokagjalddaga á árinu 2034. Nýverið hefur einnig verið tekið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300 milljónir til 11 ára en þau bréf eru með 2,65% verðtryggðum vöxtum.
Baugshlíð lokuð vegna framkvæmda 4. júlí
Vegna malbikunarframkvæmda verður Baugshlíð lokuð frá Lækjarhlið / Þrastarhöfða að Vesturlandsvegi frá kl. 09:00 og fram eftir degi, fimmtudaginn 4. júlí.
Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar opinn frá 1. júlí
Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar verður opinn frá 1. júlí til og með 1. ágúst.
Gilitrutt sýnd í Mosfellsbæ í dag
Aðgerðaráætlun gegn hávaða
Mosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2013-2018.Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2012, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu.
Opið hús á Hömrum - hjúkrunarheimili í dag
Í dag, mánudaginn 1. júlí, verður opið hús klukkan 17.00 til 19.00 á Hömrum þar sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða þetta glæsilega hús. Hjúkrunarheimilið var formlega vígt fimmtudaginn 27.júní að viðstöddu fjölmenni. Gera má ráð fyrir að fyrsta heimilisfólkið flytji inn í lok sumars. Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að líta við og nota tækifærið til að skoða þessa mikilvægu viðbót í þjónustuna í bænum.
Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2013
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2013.
Stórmót Gogga Galvaska verður í Mosfellsbæ helgina 28. – 30. júní 2013
Undanfarin ár hefur Frjálsíþróttadeild Ungmennafélagsins Aftureldingar haldið sitt árlega frjálsíþróttamót fyrir börn og unglinga að 14 ára aldri hér í Mosfellsbæ.
Brúðubíllinn í íþróttamiðstöðinni að Varmá í dag
Í dag, 27. júní, kemur brúðubíllinn í heimsókn í Mosfellsbæ með sýninguna Brúðutangó.
Nemendur léku á fiðlur og selló í Mosfellsbæ
Dagana 21. – 23. júní var haldið námskeið í Mosfellsbæ fyrir nemendur sem stunda nám eftir Suzuki aðferðinni.
Félagsstarf aldraðra komið í sumarfrí
Spennandi markaðir í Mosfellsbæ
Án vafa má segja að töfrar Mosfellsbæjar sé þessi mikla nánd við náttúru og heilbrigt líferni sem bæði er hægt að njóta og stunda.
Varmárskólasvæði, verkefnislýsing deiliskipulags
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóð Varmárskóla og næsta nágrenni.
Kynningarblað um uppbyggingu í Mosfellsbæ
Kynningarblað um uppbyggingu í Mosfellsbæ kom út um helgina. Markmiðið með útgáfu blaðsins var að taka saman þá margvíslegu möguleika til uppbyggingar sem er að finna í Mosfellsbæ. Undanfarin misseri hefur verið hugað að innviðum og hér eru að rísa framhaldskóli, hjúkrunarheimili og fleiri byggingar sem munu bæta þjónustuna við bæjarbúa enn frekar.
Ný leiktæki sett upp í Ævintýragarðinum
Ævintýragarður fyrir alla fjölskylduna er nú óðum að taka á sig mynd í Ullarnesbrekkum en mikil uppbygging stíga og gróðurs hefur átt sér stað ásamt að skátar setja upp leiktæki.
Hátíðarhöld í Mosfellsbæ 17. júní 2013
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda.
Stöndum saman - Nágrannavarsla
Nágrannavarsla hefur fyrir löngu sannað sig sem mikilvægur hlekkur í að fækka glæpum og þá sérstaklega innbrotum á heimili, í bíla og almennum þjófnaði á eigum fólks. Þar sem nágrannavarsla er virk hefur skemmdarverkum einnig fækkað og dregið úr veggjakroti. Hægt er að fá upplýsingar um “nágrannavörslu í Mosfellsbæ” hjá Sjóvá þar sem einnig er hægt að nálgast handbók um nágrannavörslu.