Í dag, mánudaginn 1. júlí, verður opið hús klukkan 17.00 til 19.00 á Hömrum þar sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða þetta glæsilega hús. Hjúkrunarheimilið var formlega vígt fimmtudaginn 27.júní að viðstöddu fjölmenni. Gera má ráð fyrir að fyrsta heimilisfólkið flytji inn í lok sumars. Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að líta við og nota tækifærið til að skoða þessa mikilvægu viðbót í þjónustuna í bænum.
Í dag, mánudaginn 1. júlí, verður opið hús klukkan 17.00 til 19.00 á Hömrum þar sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða þetta glæsilega hús. Hjúkrunarheimilið var formlega vígt fimmtudaginn 27.júní að viðstöddu fjölmenni. Gera má ráð fyrir að fyrsta heimilisfólkið flytji inn í lok sumars. Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að líta við og nota tækifærið til að skoða þessa mikilvægu viðbót í þjónustu við eldra fólk.
Á Hömrum eru 30 einstaklingsíbúðir með fyrsta flokks aðbúnaði. Heimilið er 2.250 m² á tveimur hæðum og skiptist í þrjár einingar með heimilislegu yfirbragði. Á fyrstu hæð eru átta íbúðir ætlaðar einstaklingum með heilabilun og tvær íbúðir þar sem í boði verða hvíldarinnlagnir. Á annarri hæð eru tvær tíu íbúða hjúkrunardeildir. Íbúðirnar eru rúmgóðar og allar með sér baðherbergi og eldhúskrók. Í hverri einingu er sameiginleg borð- og setustofa. Aðstaða er fyrir starfsfólk í miðjukjarna hússins á báðum hæðum.
Með hjúkrunarheimilinu verður til kjarni í hjarta Mosfellsbæjar sem samanstendur einnig af öryggisíbúðum og endurnýjaðri þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara sem tekin var í notkun nú á vordögum. Þessi húsakostur mun bæta þjónustu við þennan ört stækkandi aldurshóp til mikilla muna.