Bókasafnsdagurinn 2013 var haldinn hátíðlegur 9. september
Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið.
Kökubasar í Bónus
Félagsmiðstöðin Ból er að selja kökur í dag fyrir utan Bónus í Kjarnanum. Kökubasarinn er söfnun fyrir duglega unglinga sem að tóku þátt í því á síðustu önn að setja upp söngleik í Bólinu. Gekk söngleikurinn svo vel að okkur langaði til að gera eitthvað með þeim og erum við nú að safna fyrir ferð sem farin verður á morgun, laugardag. Endilega rennið við í Kjarnanum og nælið ykkur í kökur á mjög góðu verði.
Breyttur útivistartími 1. september
Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20:00. Unglingar13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er m.a. ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og unglingum nauðsynlegur.
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2013
Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2013 voru afhendar við hátíðlega athöfn á bæjarhátíð Mosfellsbæjar Í túninu heima nú um helgina.
Góð þátttaka Í túninu heima 2013
Nú er vel heppnuð bæjarhátíð að baki og haustið á næsta leyti.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013
Ólafur Gunnarsson, einn helsti rithöfundur Íslands, var heiðraður sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013 við hátíðlega athöfn í Hlégarði.
Blóðbankinn í Mosfellsbæ á mánudag
Blóðbankabíllinn verður á bílastæðinu við Snælandshúsið í Mosfellsbæ mánudaginn 2.september kl.11.00-13.00. Bæjarbúar eru hvattir til að gefa blóð. Blóðgjöf er lífgjöf. Ýmsar upplýsingar hægt að finna á www.blodbankinn.is
Bæjarhátíð lýkur með glæsilegri dagskrá á sunnudegi
Það má segja að bæjarhátíð okkar Mosfellinga hafi byrjað með hvelli þegar veðurguðir sýndu sínar erfiðustu hliðar en sumir létu það ekki á sig fá og var frábær stemning í kvosinni á föstudagskvöldið er bæjarhátíð Mosfellsbæjar hófst.
Hittumst á Miðbæjartorginu
Það er óhætt að segja að veðurguðirnir séu okkur ekki sérlega hliðhollir þessa helgina.
Bókasafnið opið á laugardögum frá kl. 12:00 til 15:00
Frá og með 31. ágúst verður Bókasafnið opið frá kl. 12:00 – 15:00 á laugardögum.
7 Tinda hlaupið í Mosfellsbæ fellt niður vegna veðurs
Veðurspá gerir ráð fyrir hvössum vindi, úrkomu og mikilli vindkælingu.
Bæjarbúar hvattir til að fara út og hvetja 7 tinda hlaupara
Á laugardaginn klukkan 10.00 verður ræst í 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ.
Bæjarhátíð í Mosfellsbæ haldin í tíunda sinn
Hátíðarblað Mosfellings kom út í gær. Þar er að finna allar helstu upplýsingar um bæjarhátíðina, Í túninu heima. Túnið vex og dafnar og er sérstaklega gaman að sjá hvað íbúar taka virkan þátt í hátíðinni. Enn fleiri bjóða í garðinn sinn og svo er dæmi um að heil gata taki sig saman og bjóði upp á bílskúrssölu og góða stemningu.
Veisla í farangrinum í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn 31. ágúst kl. 15 – 17 mun opna í Listasal Mosfellsbæjar listsýningin Veisla í farangrinum eftir listakonurnar Söru og Svanhildi Vilbergsdætur.
Ásgarður Handverkstæði fagnar 10 og 20 ára afmæli Í túninu heima 2013
Ásgarður Handverkstæði var stofnað fyrir 20. árum í Lækjarbotnum ofan við Lögbergsbrekku.
Leitum að liðsmanni í Útsvar
Spurningaþátturinn Útsvar hefur göngu sína á Rúv í haust sjöunda veturinn í röð.
Dagskrá Í túninu heima 2013
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla í fjölskyldunni.
Ökumenn hvattir til að sýna aðgát í umferðinni
Nú eru grunnskólar Mosfellsbæjar að hefja störf að nýju og í upphafi þessa skólaárs eru rúmlega 1500 börn að arka út á götur bæjarins á leið í skóla. Af þeim eru 170 börn að stíga sín fyrstu skref í skólagöngu og því að feta sín fyrstu skref í umferðinni og oft ein síns liðs. Gera má ráð fyrir mikilli umferð í kringum skólana fyrstu daganna er foreldrar skjótast úr vinnu á skólasetningar og minnum við því ökumenn á að virða hraðatakmarkanir
Skólasetning grunnskóla Mosfellsbæjar haustið 2013
Nú er nýtt skólaár að hefjast, ný spennandi verkefni blasa við börnunum, kannski nýr skóli, nýr kennari eða nýr bekkur.
Rótarýlundurinn opnaður almenningi
Árið 1991 fékk Rótarýklúbbur Mosfellssveitar úthlutað spildu til trjáræktar við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Spildan fékk nafnið Rótarýlundurinn.