Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. september 2013

Ólaf­ur Gunn­ars­son, einn helsti rit­höf­und­ur Ís­lands, var heiðr­að­ur sem bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2013 við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði.

Ólaf­ur dreg­ur upp lif­andi og lit­sterka mynd af sögu­tíma og per­són­um og er ósmeyk­ur við að velta upp þeim stóru sið­ferði­legu spurn­ing­um sem spurt er í al­vöru skáldskap. Hann hef­ur nýtt sögu Ís­lands á mjög áhuga­verð­an hátt í skáldskap. Ólaf­ur er af­kasta­mik­ill rit­höf­und­ur og skáld­sög­ur hans hafa feng­ið góð­ar við­tök­ur og við­ur­kenn­ing­ar.

Trölla­kirkja (1992) var til­nefnd til Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­anna. Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in hlaut Ólaf­ur fyr­ir sögu­legu skáld­sög­una Öxin og jörð­in (2003). Ferða­sag­an Úti að aka (2006), sem hann skrif­aði í sam­starfi við Ein­ar Kára­son, fékk góð­ar við­tök­ur gagn­rýn­enda. Skáld­sag­an Millj­ón pró­sent menn hef­ur kom­ið út í enskri þýð­ingu.

Með­al merkra verka Ólafs eru Blóðakur, Gaga, Heil­ag­ur andi og engl­ar vít­is, Höf­uð­lausn, Ljóstoll­ur, Millj­ón pró­sent menn, Sög­ur úr Skugga­hverf­inu: Tvær sög­ur, Trölla­kirkja, Vetr­ar­ferð­in og Öxin og jörð­in.

Hann hef­ur einn­ig skrif­að barna­bæk­ur eins og Fal­legi flug­hval­ur­inn, Fal­legi flug­hval­ur­inn og sag­an af litla stjörnu­kerf­inu og Snjæljón­in. Þá hef­ur Ólaf­ur þýtt bæk­ur eins og Á veg­um úti og Möltuf­álk­inn. Hann hef­ur gert leik­rit­ið Regn­bogastrák­ur­inn og ljóða­bæk­ur hans eru Hrogn­kels­in: Cyclopteri Lumpi, Ljóð og Uppris­an eða und­an ryk­lok­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00