Ólafur Gunnarsson, einn helsti rithöfundur Íslands, var heiðraður sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013 við hátíðlega athöfn í Hlégarði.
Ólafur dregur upp lifandi og litsterka mynd af sögutíma og persónum og er ósmeykur við að velta upp þeim stóru siðferðilegu spurningum sem spurt er í alvöru skáldskap. Hann hefur nýtt sögu Íslands á mjög áhugaverðan hátt í skáldskap. Ólafur er afkastamikill rithöfundur og skáldsögur hans hafa fengið góðar viðtökur og viðurkenningar.
Tröllakirkja (1992) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Íslensku bókmenntaverðlaunin hlaut Ólafur fyrir sögulegu skáldsöguna Öxin og jörðin (2003). Ferðasagan Úti að aka (2006), sem hann skrifaði í samstarfi við Einar Kárason, fékk góðar viðtökur gagnrýnenda. Skáldsagan Milljón prósent menn hefur komið út í enskri þýðingu.
Meðal merkra verka Ólafs eru Blóðakur, Gaga, Heilagur andi og englar vítis, Höfuðlausn, Ljóstollur, Milljón prósent menn, Sögur úr Skuggahverfinu: Tvær sögur, Tröllakirkja, Vetrarferðin og Öxin og jörðin.
Hann hefur einnig skrifað barnabækur eins og Fallegi flughvalurinn, Fallegi flughvalurinn og sagan af litla stjörnukerfinu og Snjæljónin. Þá hefur Ólafur þýtt bækur eins og Á vegum úti og Möltufálkinn. Hann hefur gert leikritið Regnbogastrákurinn og ljóðabækur hans eru Hrognkelsin: Cyclopteri Lumpi, Ljóð og Upprisan eða undan ryklokinu.
Tengt efni
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024
Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ fimmtudaginn 29. ágúst var leirlistakonan Þóra Sigurþórsdóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024.
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Hægt að sækja um og tilnefna til og með 11. ágúst
Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2024 - Tilnefningar og umsóknir