Á laugardaginn klukkan 10.00 verður ræst í 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ.
Skátafélagið Mosverjar og Björgunarsveitin Kyndill standa fyrir hlaupinu en Mosfellsbær og Arionbanki styrkja það.
Hlaupið byrjar við íþróttamiðstöðina að Varmá. Hlaupið verður eftir göngustígnum fyrir neðan Holta- og Höfðahverfi.
Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna út á stíginn og hvetja hlauparana áfram. Íbúar í Holtum og Höfðum og allir þeir sem geta, bregði sér út á göngustíginn með potta og sleifar og góða skapið.
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.