Það má segja að bæjarhátíð okkar Mosfellinga hafi byrjað með hvelli þegar veðurguðir sýndu sínar erfiðustu hliðar en sumir létu það ekki á sig fá og var frábær stemning í kvosinni á föstudagskvöldið er bæjarhátíð Mosfellsbæjar hófst.
Glaðasti hundurinn og dúettinn Hljómur skemmtu þeim allra hörðustu sem létu veðrið ekki stoppa sig. Hátíndur hátíðar var þó án vafa á laugardeginum í rjómablíðu með pakkaðri dagskrá af spennandi viðburðum fyrir stóra og smáa, opnum húsum listamanna, iðandi mannlífi á mörkuðum bæði í Álafosskvos og í Mosfellsdal þar sem mátti líta varning af ýmsu tagi. Tívolí, barnadagskrá með Lalla töframanni og þeim félögum Sveppa og Villa sem skemmtu börnunum á miðbæjartorgi.
Húsdýragarður og Dýrahjálp glöddu börnin með ferfætlingum. Flug yfir Mosfellsbæ og karmellukast. Flugeldasýning og stórtónleikar með ýmsum stórsveitum og stórdansleikur með Palla slúttuðu laugardagskvöldi með glæsibrag.
Sunnudagurinn mun ekki vera síðri af “viðburðar konfekti” fyrir alla til að njóta.
Tengt efni
Hundahlaupið haldið í tengslum við bæjarhátíð
Áhersla á öryggi á bæjarhátíðinni Í túninu heima
Bæjarhátíðin Í túninu heima var formlega sett á hátíðardagskrá í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ í gær.
Starfsmenn sem hafa náð 25 ára starfsaldri heiðraðir