Spennandi námskeið um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri
Fer fram á Reykjalundi föstudaginn 22. mars 2013.
Mosfellsbær og Míla skrifa undir viljayfirlýsingu um háhraðatengingu
Ljósnetsuppbygging hefst í vor. Mosfellsbær og fjarskiptafyrirtækið Míla ehf. hafa gert með sér samkomulag um að Míla muni hefja uppbyggingu á ljósneti í Mosfellsbæ á vormánuðum 2013. Uppbygging á ljósneti í bæjarfélaginu gefur öllum þjónustuaðilum á fjarskiptamarkaði tækifæri á að auka framboð sitt hvort sem það er á sviði sjónvarps- eða internetþjónustu.
Opið hús HJÁ SKÓLASKRIFSTOFU - Sjálfbærni, ákall um ábyrgð og áhuga
Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar miðvikudaginn 27. febrúar verður sjónum beint að sjálfbærni. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta í skólastarfi sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.
Frægir elda í Lágafellsskóla
Næstu þrjá daga verða þemadagar í Lágafellsskóla. Þar sem þemað er Mosfellsbær. Af þessu tilefni hefur skólinn fengið til sín þrjá þekkta Mosfellinga til að velja matseðil þessa daga og munu þau koma í skólann og vera í hádeginu að skammta matinn og skemmta.
Ný frétt kl. 14:40 frá Almannavörnum
Starfsmenn vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar vinna hörðum höndum að því að hreinsa stofnæðar á höfuðborgarsvæðinu og samhliða því götur í íbúahverfi. Víkurvegur er nú orðinn fær og Reykjanesbraut til og frá Hafnarfirði sömuleiðis. Reykjanesbraut er þó flughál og ekki verður hægt að koma því við að sanda eða salta hana fyrr en veður lægir.
Óveður
Fylgist með veðurspá
Almannavarnir biðja alla foreldra að fylgjast með veðurspá morgundagsins fimmtudagsins 7. mars 2013. Gert er ráð fyrir slæmu veðri en á vef Veðurstofu Íslands er eftirfarandi viðvörun nú kl. 14:00. Búist er við stormi eða roki (meðalvindhraða meiri en 23 m/s) S- og V-til á landinu í dag og syðst á landinu á morgun. Gildir til 07.03.2013
Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2013 - Umsóknarfrestur er til 6. mars
Menningarmálanefnd auglýsir eftir aðilum sem óska eftir fjárframlögum frá nefndinni vegna listviðburða og menningarmála árið 2013.
María Helga Jónsdóttir á Reykjum með burtfararprófstónleika
María Helga Jónsdóttir flautuleikari er að ljúka Framhaldsprófi frá Listaskóla Mosfellsbæjar. Einn liður í prófinu eru burtfararprófstónleikar, sem fara fram í Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00. Meðleikari á píanó er Arnhildur Valgarðsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteginaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni. Umsóknum um styrki skal skilað fyrir 15. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum ásamt þeim fylgigögnum sem þar kann að vera beðið um hverju sinni.
Líf og fjör var í Kjarna á Öskudaginn
Líf og fjör var í Kjarnanum að Þverholti 2 á Öskudaginn þar sem börn sungu og fengu gott fyrir.
Lífshlaupið er byrjað
Hægt er að fylgjast með liðum í Mosfellsbæ á síðunni www.lifshlaupid.is. Nú þegar hafa skráð sig til leiks nokkur lið á bæjarskrifstofunni og bæði starfsfólk og nemendur Lágafellsskóla taka virkan þátt. Mosfellsbær hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að skrá sig og vera með í þessu frábæra átaki sem fellur svo vel að markmiðum okkar um að verða heilsueflandi samfélag.
Störf við liðveislu í Mosfellsbæ
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsfólki til að annast liðveislu fyrir fötluð börn og ungmenni. Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar, veita honum/henni persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Nokkur börn og ungmenni bíða þess nú að fá liðveislu við hæfi. Um fjölbreytt hlutastörf er að ræða og verkefnin eru áhugaverð og lærdómsrík.
Opin vika í Listaskólanum 18. - 22. febrúar 2013
Þá halda nemendur tónleika í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess eina tónleika í Listasal Mosfellsbæjar.
Flottir Mosfellingar
Mosfellingurinn Gunnar Helgi Guðjónsson bar sigur úr bítum í MasterChef-keppninni og er því fyrsti meistarakokkur Íslands í MasterChef. Einnig áttum við þrjá fulltrúa í LOKA úrslitum i Eurovision 2013, þau Hreindísi Ylfu, Jógvan og Stefaníu ….já, það er gott að búa í Mosó !
29.12.2010: Tillögur að breytingum á aðal- og svæðisskipulagi: Heilbrigðisstofnun og hótel í Sólvallalandi
Um er að ræða óverulega breytingu á svæðisskipulagi, sem fær málsmeðferð skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga, en breyting á aðalskipulagi fær málsmeðferð skv. 1. mgr. 21. gr. Athugasemdafrestur er til og með 9. febrúar 2011.
5.1.2011: Leirvogstunga, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Stækkun skipulagssvæðis að Vesturlandsvegi, lega tengigötu inn í hverfið, lóð fyrir leikskóla til bráðabirgða o.fl. Athugasemdafrestur til 16. febrúar 2011.
Styrktarball í Hlégarði haldið af ungmennum - Frábært framtak
Vinahópur stráka á aldrinum 14 til 17 ára söfnuðu fyrir Barnaspítala Hringsins með balli í Hlégarði fimmtudagskvöldið 21. febrúar.
Fræðslusamstarf á höfuðborgarsvæðinu
Á vormisseri 2013 fara fram þrír fræðslufundir sem ætlaðir eru grunnskólakennurum og skólastjórnendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Opnun sýningar ,,Grow Lucky" í Listasal
9. febrúar opnaði Irene Ósk Bermudez sýningu sína ,,Grow Lucky” í Listasal Mosfellsbæjar. Irene Ósk Bermudez vinnur myndbandsverk, skúlptúra, hljóðverk og teikningar auk innsetninga þar sem hún tvinnar saman þessa miðla.