Þá halda nemendur tónleika í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess eina tónleika í Listasal Mosfellsbæjar.
Fernir tónleikar verða í Lágafellsskóla á mánudag, fimm tónleikar í Varmárskóla á fimmtudag og einir tónleikar í Krikaskóla á föstudag. Auk þess heimsækir strengjaveit skólans Eirhamra og Ásgarð á miðvikudeginum.
Tónleikarnir í Listasalnum verða þriðjudaginn 19. febrúar og hefjast kl. 18:00. Þar koma fram nemendur söngdeildar og flytja fjölbreytta dagskrá.
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.
Dagur Listaskólans 2. mars 2024
Dagur Listaskólans er laugardaginn 2. mars og er opið hús hjá tónlistardeild, Skólahljómsveit og Leikfélagi Mosfellssveitar.