Þá halda nemendur tónleika í öllum grunnskólum bæjarins og auk þess eina tónleika í Listasal Mosfellsbæjar.
Fernir tónleikar verða í Lágafellsskóla á mánudag, fimm tónleikar í Varmárskóla á fimmtudag og einir tónleikar í Krikaskóla á föstudag. Auk þess heimsækir strengjaveit skólans Eirhamra og Ásgarð á miðvikudeginum.
Tónleikarnir í Listasalnum verða þriðjudaginn 19. febrúar og hefjast kl. 18:00. Þar koma fram nemendur söngdeildar og flytja fjölbreytta dagskrá.
Tengt efni
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnar 60 ára afmæli
Þriðjudaginn 28. maí fagnar skólahljómsveit Mosfellsbæjar 60 ára starfsafmæli kl.18:00 í félagsheimilinu Hlégarði.