Fer fram á Reykjalundi föstudaginn 22. mars 2013.
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Félag áhugafólks um íþróttir aldraða (FÁÍA) sameina nú krafta sína og halda viðburðarríkan dag með fjölda spennandi fyrirlestra og uppákoma föstudaginn 22. mars.
Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum um hreyfingu einstaklinga 50 ára og eldri sem og fyrir áhugafólk um hreyfingu almennt.
Innifalið í þátttökugjaldi, kr. 3.000, eru námskeiðsgögn, hádegismatur og kaffi. Verkleg kennsla verður í íþróttasal og því er mælt með þægilegum fatnaði.
Mætum sem flest, heilsu okkar og annarra til heilla.