Mosfellingurinn Gunnar Helgi Guðjónsson bar sigur úr bítum í MasterChef-keppninni og er því fyrsti meistarakokkur Íslands í MasterChef. Einnig áttum við þrjá fulltrúa í LOKA úrslitum i Eurovision 2013, þau Hreindísi Ylfu, Jógvan og Stefaníu ….já, það er gott að búa í Mosó !
Mosfellingurinn Gunnar Helgi Guðjónsson bar sigur úr bítum í MasterChef-keppninni á stöð 2 sem lauk nú nýverið. Gunnar Helgi er því fyrsti meistarakokkur Íslands í MasterChef. Gunnar hefur að sögn lengi verið áhugakokkur og alltaf haft rosalega gaman af því að elda og baka en jafnframt er hann myndlistarmaður og starfaði í nokkur ár hjá Bókasafni Mosfellsbæjar sem umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar.
En Mosfellingar eiga fleiri efnileg ungmenni sem halda áfram að skara fram úr. Nú nýverið áttum við þrjá fulltrúa í LOKA úrslitum i Eurovision 2013, þau Hreindísi Ylfu sem ásamt Svavari Knúti fluttu lagið – Lífið snýst og Jógvan & Stefaníu sem fluttu lagið –Til þín – sem má heyra hér . Óskum við þessum flottu Mosfellingum til hamingju með þennan frábæra árangur….jaaá, það er gott að búa í Mosó 🙂 !