Stækkun skipulagssvæðis að Vesturlandsvegi, lega tengigötu inn í hverfið, lóð fyrir leikskóla til bráðabirgða o.fl. Athugasemdafrestur til 16. febrúar 2011.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 26. gr. laga nr. 73/1997 tillögu að breytingum á gildandi deiliskipulagi Leirvogstungu, síðast breyttu 24. júní 2009.
Meginefni breytinganna er að mörk skipulagssvæðisins færast nær Vesturlandsvegi við mislæg gatnamót, lega tengigötu frá gatnamótum inn í hverfið er ákveðin nokkru sunnar en í gildandi skipulagi, sett er inn lóð fyrir leikskóla til bráðabirgða sunnan tengigötunnar og tvær lóðir fyrir atvinnu-/þjónustustarfsemi norðan hennar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og hafa borist skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 16. febrúar 2011. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
30. desember 2010,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar