Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. febrúar 2013

Um er að ræða óveru­lega breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi, sem fær máls­með­ferð skv. 2. mgr. 14. gr. s/b-laga, en breyt­ing á að­al­skipu­lagi fær máls­með­ferð skv. 1. mgr. 21. gr. At­huga­semda­frest­ur er til og með 9. fe­brú­ar 2011.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 2. mgr. 14. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 til­lögu að óveru­leg­um breyt­ing­um á Svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001-2024 og skv. 1. mgr. 21. gr. sömu laga til­lögu að breyt­ing­um á Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024. Til­lög­urn­ar tengjast áform­um um bygg­ingu sér­hæfðr­ar heil­brigð­is­stofn­un­ar og hót­els í tengsl­um við hana á rúm­lega 6 ha reit í Sól­valla­landi skammt norð­ur af Hafra­vatni.

Í til­lögu að breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi felst að á þétt­býl­is­upp­drætti er skil­greind­ur um 6,5 ha nýr reit­ur fyr­ir bland­aða byggð í Sól­valla­landi, og að áætluð heild­ar­aukn­ing at­vinnu­hús­næð­is í Mos­fells­bæ 2001- 2024 skv. töflu 3.2 í grein­ar­gerð svæð­is­skipu­lags­ins vex um 32.000 m2 og verð­ur 230.000 m2.
Í til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi felst að hluti op­ins óbyggðs svæð­is aust­an vænt­an­legs Kóngs­veg­ar (áður Hafra­vatns­veg­ar), sunn­an Bjargsveg­ar, breyt­ist í svæði fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir, 6,2 ha að stærð, með gatna­teng­ingu við Bjargsveg. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni er fjallað nán­ar um að­stæð­ur á svæð­inu og vænt­an­leg um­hverf­isáhrif breyt­ing­ar­inn­ar.

Ekki er sett­ur sér­stak­ur at­huga­semda­frest­ur vegna til­lögu að óveru­legri breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi, sbr. 2. mgr. 14. gr. laga nr 73/1997, en frest­ur til að gera at­huga­semd­ir við of­an­greinda til­lögu að breyt­ing­um á að­al­skipu­lagi er 6 vik­ur, eða til og með 9. fe­brú­ar 2011. At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal þeim skilað til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við til­lög­una inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

21. des­em­ber 2010,
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00