Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. febrúar 2013

Á vormiss­eri 2013 fara fram þrír fræðslufund­ir sem ætl­að­ir eru grunn­skóla­kenn­ur­um og skóla­stjórn­end­um grunn­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fræðslu­verk­efn­ið er afrakst­ur sam­vinnu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um skóla­mál í sam­starfi við Menntavís­inda­svið HÍ.

Fræðslufundaröðin mun leggja áherslu á að fræða um náms­mat í grunn­skólastarfi í sam­ræmi við nýja að­al­námskrá grunn­skóla (2011) og er ætlað að styðja við grunn­skóla­kenn­ara í að inn­leiða nýja að­al­námskrá í dag­legt skólast­arf. Hverju sveit­ar­fé­lagi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur ver­ið út­hlut­að­ur ákveð­inn fjöldi sæta sem skól­arn­ir skipta á milli sín.

Að­al­fyr­ir­lest­ur­inn á fyrsta fund­in­um kom frá ensk­um skóla­stjóra, John Morr­is, sem fræddi og kynnti fram­kvæmd á leið­bein­andi náms­mati, í sín­um skóla en hann er jafn­framt ráð­gjafi skóla í Reykja­vík um breytta kennslu­hætti. Fund­ur­inn fór fram í Há­skóla Ís­lands en verk­efn­ið er unn­ið í sam­starfi við Menntavís­inda­svið HÍ.

Framund­an eru tveir fyr­ir­lestr­ar til við­bót­ar og munu þeir fjalla um leið­bein­andi náms­mat, matskvarða og við­mið. Fyr­ir­lestr­arn­ir verða að­gengi­leg­ir öll­um kenn­ur­um og skól­um eft­ir hvern fræðsluf­und. Þann­ig er þess vænst að fræðsl­an geti nýst kenn­ur­um og skól­um eft­ir á til upp­rifj­un­ar og til kynn­ing­ar inn­an skóla fyr­ir þá sem ekki kom­ast að á fyr­ir­lestr­ana sjálfa.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00