Á vormisseri 2013 fara fram þrír fræðslufundir sem ætlaðir eru grunnskólakennurum og skólastjórnendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Fræðsluverkefnið er afrakstur samvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skólamál í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ.
Fræðslufundaröðin mun leggja áherslu á að fræða um námsmat í grunnskólastarfi í samræmi við nýja aðalnámskrá grunnskóla (2011) og er ætlað að styðja við grunnskólakennara í að innleiða nýja aðalnámskrá í daglegt skólastarf. Hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið úthlutaður ákveðinn fjöldi sæta sem skólarnir skipta á milli sín.
Aðalfyrirlesturinn á fyrsta fundinum kom frá enskum skólastjóra, John Morris, sem fræddi og kynnti framkvæmd á leiðbeinandi námsmati, í sínum skóla en hann er jafnframt ráðgjafi skóla í Reykjavík um breytta kennsluhætti. Fundurinn fór fram í Háskóla Íslands en verkefnið er unnið í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ.
Framundan eru tveir fyrirlestrar til viðbótar og munu þeir fjalla um leiðbeinandi námsmat, matskvarða og viðmið. Fyrirlestrarnir verða aðgengilegir öllum kennurum og skólum eftir hvern fræðslufund. Þannig er þess vænst að fræðslan geti nýst kennurum og skólum eftir á til upprifjunar og til kynningar innan skóla fyrir þá sem ekki komast að á fyrirlestrana sjálfa.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Myndir frá Stóru upplestrarkeppninni 2024
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2024
Í gær fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ og var hún haldin í Lágafellsskóla.