Vinahópur stráka á aldrinum 14 til 17 ára söfnuðu fyrir Barnaspítala Hringsins með balli í Hlégarði fimmtudagskvöldið 21. febrúar.
Andri Haraldsson er í tíunda bekk Háteigsskóla og forsprakki söfnunarinnar. Hann og félagar hans hafa áður safnað með balli fyrir Kvennaathvarfið. Þeir félagar í samstarfi við Bólið, félagsmiðstöð unglinga í Mosfellsbænum, voru með styrktarball í Hlégarði þar sem fram komu Steindri Jr, Haffi Haff og Bent úr Rottweiler.
Andri var á línunni í Síðdegisútvarpinu 21.02 en hann sagðist vilja heyra og sjá meira fjallað um alvarleg málefni, allt frá heimilisofbeldi til hlýnun jarðar. Andri sagði að „ungt fólk væri tilbúið að fá meiri upplýsingar og ræða um mikilvæg mál, sér í lagi mannlega vinkilinn á þeim“.