Næstu þrjá daga verða þemadagar í Lágafellsskóla. Þar sem þemað er Mosfellsbær. Af þessu tilefni hefur skólinn fengið til sín þrjá þekkta Mosfellinga til að velja matseðil þessa daga og munu þau koma í skólann og vera í hádeginu að skammta matinn og skemmta.
Næstu þrjá daga verða þemadagar í Lágafellsskóla. Þar sem þemað er Mosfellsbær. Af þessu tilefni hefur skólinn fengið til sín þrjá þekkta Mosfellinga til að velja matseðil þessa daga og munu þau koma í skólann og vera í hádeginu að skammta matinn og skemmta.
Matseðillinn verður með eftirfarandi hætti:
Sigmar Vilhjálmsson eða Simmi á Hamborgarafabrikkunni kemur þriðjudaginn 5.mars og býður upp á Grjónagraut með vanillusykri og smjörklípu að hætti hans.
Steinþór Hróar Steinþórsson betur þekktur sem Steindi Jr kemur miðvikudaginn 6.mars og valdi hann Saltkjöt með uppstúf og kartöflum.
Fimmtudaginn 7.mars kemur Greta Salóme Stefánsdóttir, eurovisonfari og valdi hún Mexíkóskan hakkrétt með tacoskeljum,ostasósu,salsa og salatbar.
Þessir hæfileikaríku og skemmtilegu Mosfellingar munu án efa næra hug og anda nemenda skólans.