Brosandi bær ;o)
Lokanir vegna malbikunarframkvæmda
Lokanir vegna malbikunarframkvæmda
Listasalur - Þræta um línur og liti
Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýninguna Þræta um línur og liti í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 22. júní kl. 16.00-18.00. Guðrún lærði vefnað og textílhönnun í Kaupmannahöfn, auk þess að taka þátt í fjölmörgum myndlistartengdum námskeiðum. Guðrún hefur dvalið víða á vinnustofum erlendis og stundað kennslu
ÍÞRÓTTAHÚS AÐ VARMÁ - ALÚTBOÐ
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í byggingu nýs íþróttahúss að Varmá. Um er að ræða 1200 m² nýbyggingu sem staðsett verður norðaustan við núverandi íþróttamannvirki. Vettvangsskoðun verður fimmtudaginn 7. júní kl. 14 á verkstað. Verkkaupi áætlar að húsið verði fokhelt 1. janúar 2013.
Skóflustunga tekin að nýbyggingu Framhaldsskólas í Mosfellsbæ
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar taka í dag kl. 14:00 fyrstu skóflustunga vegna nýbyggingar Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Skólinn verður staðsettur í miðbæ Mosfellsbæjar. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ var formlega stofnaður 19. febrúar 2008 með undirritun samkomulags milli að í fyrsta áfanga verði gert ráð fyrir allt að 4.000 m2 byggingu er rúmi 4-500 bóknámsnemendur.
Útboð: Hlégarður - þakviðgerðir
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum – þakviðgerðir á Hlégarði.
Mosfellsbær í fullum blóma
Sumarið er komið í Mosfellsbæ og má nú sjá blómlega ljósastaura um allan bæ. Undanfarna daga hafa ötulir starfsmenn hjá garðyrkjudeild Mosfellsbæjar unnið hörðum höndum að því að gróðursetja sumarblóm í öllum regnbogans litum. Blómunum er komið fyrir í blómakerjum, í beðum á torgum og lystigörðum auk þess sem sett eru upp blómaker við helstu götur bæjarins og allt kapp lagt á fegra bæjinn fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Íbúar Mosfellsbæjar fá bláa pappírstunnu
Mosfellingar geta nú með auðveldara móti endurunnið pappír og pappaúrgang því þeir fá nú bláa pappírstunnu við hvert hús. Fyrsta tunnan var afhent í byrjun júní en það var hún Greta Salome sem fékk fyrstu bláu tunnuna. Markmiðið er að auka þjónustu við íbúa, auka endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2012.
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir ábendingu um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2012. Bæjarlistamanni er jafnframt veittur menningarstyrkur og kynnir sig og verk sín innan Mosfellsbæjar á því ári sem hann er tilnefndur. Útnefning er að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
MúsMos tónlistarhátíðin í Álafosskvos
MúsMos tónlistarhátíðin í Álafosskvos verður haldin í fimmta sinn í ár og fer hún nú fram þann 16. júní. Tónleikarnir eru haldnir til þess að gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni tækifæri til að stíga á svið.
Hátíðarhöld 17. júní 2012
Dagskrá 17. júní er fjölbreytt að vanda.
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Mosfellsbæ 16. Júní
Í ár verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið 16. júní um allt land. Nú er um að gera að fara að huga að því að koma sér í form, kynna sér hlaupahópa í sínu hverfi og mæta fersk til leiks í byrjun júní. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem haldið er í Mosfellsbæ hefst 11:00. Þrjár vegalengdir í boði, 3, 5, og 7 km.
Sumarið verður að vanda litríkt í Mosfellbæ.
Hið vinsæla sumartorg verður starfrækt í fjórða sinn og verður nú haldið á fimmtudagseftirmiðdögum. Alla fimmtudaga kl. 16.00 í sumar fram að verslunarmannahelgi verður Mosfellingum – ungum sem öldnum boðið að koma og upplifa sannkallaða sumarstemningu á torginu okkar.
Kvennahlaupið að Hlaðhömrum
Kvennahlaup/ganga verður frá Hlaðhömrum þriðjudaginn 12. júní kl. 14. Nokkrar vegalengdir í boði. Bolir verða seldir á staðnum. Þátttökugjald er 1.250 kr. Innifalið í því er bolur og verðlaunapeningur. Hvetjum fjölskyldur og vini til að mæta með sínum konum.
Opið hús á Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar
Laugardaginn 9. júní er alþjóðlegi skjaladagurinn sem skjalasöfn um allan heim taka þátt í með einum eða öðrum hætti. Á þessum degi er vakin athygli á mikilvægi starfs skjalasafna og mikilvægi þess að skjöl varðveitist með tryggilegum hætti.
Sjö tinda ganga og Sjö tinda hlaupið 2012
Skemmtilegt utanvegahlaup, 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ, verður hlaupið í fjórða sinn hinn 9. júní næstkomandi.
Stofnstígur meðfram Vesturlandsvegi – Áfangi 2
Eins og kunnugt er standa nú yfir framkvæmdir á göngu- og hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi. Þessi samgöngustígur á að tengja saman stígakerfi Mosfellsbæjar við stígakerfi Reykjavíkur. Þessi stígur mun auðvelda hjólreiðamönnum sem og öðrum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.
Bláa tunnan á leið til þín
Framundan er innleiðing á blárri endurvinnslutunnu við hvert heimili í Mosfellsbæ og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kynningarbæklingur hefur borist í öll hús og munu sérfræðingar Íslenska Gámafélagsins ganga í hús nú í júní og fræða íbúa nánar um nýju blátunnuna sem verður afhent í júní mánuði.
Tjaldstæði í Mosfellsbæ
Nýtt tjaldstæði er í hjarta bæjarins, á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um sýningarhald í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinu nóvember 2012 til desember 2013. Óskað er eftir umsóknum um einka og samsýningar. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.