Framundan er innleiðing á blárri endurvinnslutunnu við hvert heimili í Mosfellsbæ og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kynningarbæklingur hefur borist í öll hús og munu sérfræðingar Íslenska Gámafélagsins ganga í hús nú í júní og fræða íbúa nánar um nýju blátunnuna sem verður afhent í júní mánuði.
Framundan er innleiðing á blárri endurvinnslutunnu við hvert heimili í Mosfellsbæ og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Kynningarbæklingur hefur borist í öll hús og munu sérfræðingar Íslenska Gámafélagsins ganga í hús nú í júní og fræða íbúa nánar um nýju blátunnuna sem verður afhent í júní mánuði.
Markmiðið er að auka þjónustu við íbúa, auka endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar. Breytingin felur í sér að íbúar hafi framvegis tvær tunnur við hús sín. Gráa sorptunnan sem fyrir er verður áfram undir almennt sorp en bláa endurvinnslutunna bætist við. Sorphirðugjaldið er innifalið í fasteignagjöldum.
Tímasetningar á heimsóknum í hverfin: | Dreifing blárra tunna | |||
Tún og Mýrar | 01. júní | Tún og Mýrar | 04.- 05. júní | |
Höfðar og Hlíðar | 04.- 06. júní | Höfðar og Hlíðar | 07.- 13. júní | |
Tangar | 05.- 06. júní | Tangar | 14.- 18. júní | |
Holt | 06.-07. júní | Holt | 19.- 20. júní | |
Teigar | 07.- 11. júní | Teigar | 21.- 25. júní | |
Krikar | 11. júní | Krikar | 26.- 27. júní | |
Byggir | 12.- 13. júní | Byggir | 28.- 29. júní | |
Ásar, Lönd og Helgafell | 13. júní | Ásar, Lönd og Helgafell | 02.- 03. júlí | |
Leirvogstunga | 14.- 15. júní | Leirvogstunga | 02.- 04. júlí | |
Mosfellsdalur | 18.- 19. júní | Mosfellsdalur | 02.- 04. júlí |
Ávinningur af Blátunnu
Að flokka pappír og pappa frá heimilisúrgangi er spor í átt að sjálfbærni fyrir samfélagið ásamt því að spara umtalsverða fjármuni. Pappi og pappír er hráefni í vörur eins og salernispappír og eldhúsrúllur. Urðun á pappír er því tvímælalaust sóun á hráefni og spilling á landssvæði.
Hvað er Blátunna?
Blátunnan er blá að lit. Í Blátunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði.
SORPA flokkar bylgjupappa vélrænt frá öðrum pappír til að hámarka virði efnisins. Blátunnan er aukin þjónusta við íbúa sveitafélagsins.
Tilboð á sorptunnuskýlum fyrir íbúa Mosfellsbæjar
Ljóst er að margir munu þurfa að koma sér upp nýjum sorptunnugeymslum við sitt húsnæði til að koma fyrir auka tunnunni.
Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ munu leiðbeina íbúum við að koma sínum tunnum fyrir við sitt húsnæði og jafnframt hvert þeir geta leitað til að kaupa sorptunnuskýli á sem hagstæðustu verði. Bæjaryfirvöld hyggjast m.a. vera með tengil á heimasíðu sinni þar sem íbúar geta tengst beint inná tilboðssíður sem bjóða góð verð á sorptunnuskýlum. Hér má finna aðila sem bjóða upp á þjónustu varðandi soptunnuskýli.
Ýmsar upplýsingar má finna hér um sorp og endurvinnslu
Fréttatilkynningu um innleiðingu á blárri pappírstunnu í Mosfellsbæ má sjá hér.