MúsMos tónlistarhátíðin í Álafosskvos verður haldin í fimmta sinn í ár og fer hún nú fram þann 16. júní. Tónleikarnir eru haldnir til þess að gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni tækifæri til að stíga á svið.
MúsMos tónlistarhátíðin í Álafosskvos verður haldin í fimmta sinn í ár og fer hún nú fram þann 16. júní. Tónleikarnir eru haldnir til þess að gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni tækifæri til að stíga á svið.
Unnið er af fullum krafti við að gera hátíðina enn stærri og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr.
Eins og fyrri ár verður dagskráin fjölbreytt þar sem hljómsveitir af ýmsum toga koma fram á þessum útitónleikum í Álafosskvosinni.
Vert er að benda á fyrir músíkþyrsta á að Stormsveitin leikur í Hlégarði frá kl. 20:30
Ferskasti rokk-karlakór Íslands ásamt fimm manna hljómsveit í Hlégarði 16. júní
Stormsveitin heldur stórtónleika í Hlégarði.
Stormsveitina skipa fjórradda karlakór og fimm manna rokkhljómsveit. Félagar úr Karlakórnum og rokksveit undir stjórn Jens Hanssonar (Sálinni) Þessu má engin missa af !