Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. júní 2012

Skemmti­legt ut­an­vega­hlaup, 7 tinda hlaup­ið í Mos­fells­bæ, verð­ur hlaup­ið í fjórða sinn hinn 9. júní næst­kom­andi.

Hlaup­ið er ut­an­vega um fjöll, heið­ar og dali í bæj­ar­landi Mos­fells­bæj­ar.

Í boði eru fjór­ar hlaupaleið­ir, ein er um 37 km þar sem far­ið verð­ur á sjö tinda um­hverf­is Mos­fells­bæ, önn­ur er um 34 km þar sem hlaup­ið verð­ur á fimm tinda, þriðja er 19 km og hlaup­ið á 3 tinda og sú fjórða er 12 km og far­ið á 1 tind.

Hlaup­ið hefst kl 10:00.  – Start og mark er á íþrótta­vell­in­um við Varmá í Mos­fells­bæ. Hlaup­ið er hluti af Lands­móti UMFÍ 50+.

Hlaupn­ar verða fjór­ar vega­lengd­ir:

  • 7 tind­ar – 37 km
  • 5 tind­ar – 34 km
  • 3 tind­ar – 19 km
  • 1 tind­ur – 12 km

Gjald­ið fyr­ir 37 km er 7.000 kr., fyr­ir 34 km er 5.000 kr.  og fyr­ir 19 km og 12 km er gjald­ið 3.000 kr.

For­skrán­ingu lýk­ur 8.6.2012  22:00. Hægt að skrá sig á staðn­um á milli kl. 8:00 og 9:00.

  • Verð­laun fyr­ir 3 fyrstu sæti karla og kvenna í öll­um vega­lengd­um.
  • Þátt­tak­end­ur skulu vera komn­ir að Íþrótta­svæði við Varmá minnst 30 mín fyr­ir hlaup
  • Frítt er í sund­laug­ina að Varmá að hlaupi loknu
  • Drykkjar­stöðv­ar með orku­drykkj­um og nær­ingu verða á leið­inni
  • Þátt­tak­end­ur eru að öllu leyti á eig­in ábyrgð í hlaup­inu
  • Mark­inu er lokað kl. 16:00

Björg­un­ar­sveit­in Kyndill og Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar og Mos­fells­bær halda hlaup­ið.

Þótt 7 tinda hlaup sé að­alega fyr­ir hlaup­ara bjóða skipu­legg­end­ur hlaups­ins upp á göngu sam­hliða hlaup­inu.

  • 1 tinda göngu, geng­ið yfir Úlfars­fell
  • 3 tinda göngu, sama leið og 3 tinda hlaup

Tengt efni

  • Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar 15 ára

    Venju sam­kvæmt fór Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fram á bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima þann 31. ág­úst síð­ast­lið­inn.

  • Vel heppn­að Tinda­hlaup 2021

    Tinda­hlaup Mos­fells­bæj­ar fór fram laug­ar­dag­inn 28. ág­úst sl.

  • Í tún­inu heima 2020 og Tinda­hlaupi Mos­fells­bæj­ar af­lýst

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ákvað í dag eft­ir til­lögu neyð­ar­stjórn­ar bæj­ar­ins sem sam­þykkt var á fundi menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar þ. 11. ág­úst að af­lýsa bæj­ar­há­tíð­inni Í tún­inu heima 2020 vegna heims­far­ald­urs Covid-19.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00