Skemmtilegt utanvegahlaup, 7 tinda hlaupið í Mosfellsbæ, verður hlaupið í fjórða sinn hinn 9. júní næstkomandi.
Hlaupið er utanvega um fjöll, heiðar og dali í bæjarlandi Mosfellsbæjar.
Í boði eru fjórar hlaupaleiðir, ein er um 37 km þar sem farið verður á sjö tinda umhverfis Mosfellsbæ, önnur er um 34 km þar sem hlaupið verður á fimm tinda, þriðja er 19 km og hlaupið á 3 tinda og sú fjórða er 12 km og farið á 1 tind.
Hlaupið hefst kl 10:00. – Start og mark er á íþróttavellinum við Varmá í Mosfellsbæ. Hlaupið er hluti af Landsmóti UMFÍ 50+.
Hlaupnar verða fjórar vegalengdir:
- 7 tindar – 37 km
- 5 tindar – 34 km
- 3 tindar – 19 km
- 1 tindur – 12 km
Gjaldið fyrir 37 km er 7.000 kr., fyrir 34 km er 5.000 kr. og fyrir 19 km og 12 km er gjaldið 3.000 kr.
Forskráningu lýkur 8.6.2012 22:00. Hægt að skrá sig á staðnum á milli kl. 8:00 og 9:00.
- Verðlaun fyrir 3 fyrstu sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum.
- Þátttakendur skulu vera komnir að Íþróttasvæði við Varmá minnst 30 mín fyrir hlaup
- Frítt er í sundlaugina að Varmá að hlaupi loknu
- Drykkjarstöðvar með orkudrykkjum og næringu verða á leiðinni
- Þátttakendur eru að öllu leyti á eigin ábyrgð í hlaupinu
- Markinu er lokað kl. 16:00
Björgunarsveitin Kyndill og Skátafélagið Mosverjar og Mosfellsbær halda hlaupið.
Þótt 7 tinda hlaup sé aðalega fyrir hlaupara bjóða skipuleggendur hlaupsins upp á göngu samhliða hlaupinu.
- 1 tinda göngu, gengið yfir Úlfarsfell
- 3 tinda göngu, sama leið og 3 tinda hlaup
Tengt efni
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Vel heppnað Tindahlaup 2021
Tindahlaup Mosfellsbæjar fór fram laugardaginn 28. ágúst sl.
Í túninu heima 2020 og Tindahlaupi Mosfellsbæjar aflýst
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað í dag eftir tillögu neyðarstjórnar bæjarins sem samþykkt var á fundi menningar- og nýsköpunarnefndar þ. 11. ágúst að aflýsa bæjarhátíðinni Í túninu heima 2020 vegna heimsfaraldurs Covid-19.