Mosfellingar geta nú með auðveldara móti endurunnið pappír og pappaúrgang því þeir fá nú bláa pappírstunnu við hvert hús. Fyrsta tunnan var afhent í byrjun júní en það var hún Greta Salome sem fékk fyrstu bláu tunnuna. Markmiðið er að auka þjónustu við íbúa, auka endurvinnslu og draga úr úrgangi sem fer til urðunar.
Haraldur Sverrison bæjarstjóri, Örn Jónasson, Birta Jóhannesdóttir, Haraldur Guðjónsson, Sigrún Pálsdóttir, Bjarki Bjarnason og Greta Salóme Stefánsdóttir. |
Aukin endurvinnsla í takt við umhverfisstefnu sveitarfélagssins með tilkomu blátunnunar Mosfellingar geta nú með auðveldara móti endurunnið pappír og pappaúrgang því þeir fá nú bláa pappírstunnu við hvert hús. Í nýju tunnurnar má setja allan pappírs- og pappaúrgang, s.s. dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, skrifstofupappír og bylgjupappa, sem síðan verður flutt til endurvinnslu. Með því að innleiða bláa tunnu við hvert heimili er gert ráð fyrir því að auka endurvinnslu og þar með draga úr urðun úrgangs í sveitarfélaginu um allt að 25%. Í hverjum mánuði er tæpum 130 tonnum af úrgangi komið til förgunar frá sveitarfélaginu. Þá er hver íbúi að losa sig við um 180 kíló af sorpi á ári að jafnaði. Samtals gera þetta um 1.500 tonn á ársgrundvelli af sorpi sem þarf að urða. Eftir innleiðingu á breyttu fyrirkomulagi, þar sem íbúar fá endurvinnslutunnu við heimili sitt, er gert ráð fyrir að draga úr þessu magni um 25% eða frá 1.500 tonnum í rúm 1.000 tonn. umhverfisvænna samfélag „Með þessu átaki mun Mosfellsbær skipa sér í sess með þeim sveitarfélögum sem tekið hafa af skarið í umhverfismálum. Íbúar í Mosfellsbæ eru hvattir til að nýta sér þessa auknu þjónustu og taka þátt í verkefninu af fullum þunga. Með því sé hægt að skapa umhverfisvænna samfélag sem er í takt við stefnu sveitarfélagsins í umhverfismálum,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Mosfellsbær og Kópavogsbær eru fyrst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til þess að endurvinna sorp frá hverju heimili. Frétt frá bæjarblaðinu Mosfelling |
Hvað má fara í bláu tunnuna?
Í bláu pappírstunnuna má setja allan pappírsúrgang, dagblöð, tímarit, fernur, eggjabakka og sléttan pappír, skrifstofupappír og bylgjupappa. Sléttur pappír er t.d. í umbúðum utan af morgunkorni, ýmsum skyndiréttum, kexi, þvottaefni og þess háttar. Bylgjupappi er |