Eins og kunnugt er standa nú yfir framkvæmdir á göngu- og hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi. Þessi samgöngustígur á að tengja saman stígakerfi Mosfellsbæjar við stígakerfi Reykjavíkur. Þessi stígur mun auðvelda hjólreiðamönnum sem og öðrum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.
Eins og kunnugt er standa nú yfir framkvæmdir á göngu- og hjólreiðastíg meðfram Vesturlandsvegi. Þessi samgöngustígur á að tengja saman stígakerfi Mosfellsbæjar við stígakerfi Reykjavíkur. Þessi stígur mun auðvelda hjólreiðamönnum sem og öðrum að komast leiðar sinnar á sem öruggastan hátt.
Framkvæmdum við fyrsta áfanga stígsins lýkur í júní en sá hluti nær frá Hlíðartúnunum og að Hamrahlíð þar sem skógræktarsvæðið er.
Þriðjudaginn 5.júní sl. voru opnuð tilboð í 2.áfanga stofnstígs meðfram Vesturlandsvegi og var það Verktakafélagið Glaumur ehf. sem að bauð lægst. Þeir buðu 47.673.000 sem er 61% af kostnaðaráætlun.
Nú eru því að hefjast framkvæmdir á áframhaldandi stíg frá Hamrahlíð, gegnum skógræktarsvæði Mosfellinga og að því sem kallast Hallar en þar tekur við áframhaldandi stígur sem nú þegar er búið að framkvæma. Áætlað er að 2.áfangi stígsins verði tilbúinn haustið 2012. Verkefnið er samstarfsverkefni Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.