Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýninguna Þræta um línur og liti í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 22. júní kl. 16.00-18.00. Guðrún lærði vefnað og textílhönnun í Kaupmannahöfn, auk þess að taka þátt í fjölmörgum myndlistartengdum námskeiðum. Guðrún hefur dvalið víða á vinnustofum erlendis og stundað kennslu
Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýninguna Þræta um línur og liti í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 22. júní kl. 16.00-18.00. Guðrún lærði vefnað og textílhönnun í Kaupmannahöfn, auk þess að taka þátt í fjölmörgum myndlistartengdum námskeiðum. Guðrún hefur dvalið víða á vinnustofum erlendis og stundað kennslu við Myndlista-og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Hún hefur hlotið starfslaun, styrki og viðurkenningar. Hún er félagi í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík. Sýningin Þræta um línur og liti í Listasal Mosfellsbæjar er tuttugasta og önnur einkasýning Guðrúnar og hefur hún auk þess tekið þátt í fjölmörgum samsýningum innanlands sem erlendis. Á sýningunni eru þrívíddarteikningar unnar í rafmagnsvír og útsaumur. Þráðurinn er uppistaða verkanna og þrætan fer fram milli þráðar og litar. Verkin eru unnin á árinu 2012. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Sýningin er opin á afgreiðslutímum Bókasafns Mosfellsbæjar, sjá nánar á www.bokmos.is